Óþolandi að svarið sé að fella niður skólahald

Borgun var áður til húsa í Ármúla 30 þar sem …
Borgun var áður til húsa í Ármúla 30 þar sem nemendur Hagaskóla sækja nú kennslu. mbl.is/Árni Sæberg

Formaður for­eldra­fé­lags Haga­skóla seg­ir það al­gjör­lega óþolandi að svarið sé alltaf að fella niður kennslu ef eitt­hvað kem­ur upp á í tengsl­um við skóla­starfið, líkt og raun­in var í Haga­skóla í dag.

Kennsla var felld niður í dag vegna frétta af því að bruna­vörn­um væri ábóta­vant í Ármúla 30 þar sem nem­end­ur í 8. og 9. bekk Haga­skóla hafa sótt kennslu vegna end­ur­bóta á hús­næði skól­ans.

„Það er auðvitað al­gjör­lega óþolandi að það sé alltaf svarið að fella niður kennslu. Maður hefði haldið að það væri hægt, jafn­vel þótt fólk vilji ekki vera í þessu hús­næði, þá finnst manni það bera vott um skort á hug­mynda­flugi og að hugsa í lausn­um að það eina sem fólki detti í hug sé að fella niður skólastarf,“ seg­ir Víf­ill Harðar­son, formaður for­eldra­fé­lags Haga­skóla, í sam­tali við mbl.is.

Bitn­ar á þeim sem eru viðkvæm­ast­ir 

For­saga máls­ins er sú að eld­varna­eft­ir­lit slökkviliðsins fékk ábend­ingu um hús­næðið í Ármúla 30, sem Reykja­vík­ur­borg leig­ir und­ir skólastarf Haga­skóla, fyrr í þess­um mánuði. Í kjöl­farið var farið í eld­varna­skoðun og í ljós kom að kröf­ur um eld­varn­ir voru ekki upp­fyllt­ar. Eig­end­um húss­ins hef­ur verið gef­inn frest­ur til 12. októ­ber til að gera úr­bæt­ur, ella verði hús­næðinu lokað. Kveik­ur greindi fyrst frá mál­inu.

Skóla­stjórn­end­ur hafa boðað til fund­ar í dag með for­eldra­fé­lag­inu, skólaráði, borg­ar­yf­ir­völd­um og slökkviliði, til að fara fara yfir stöðuna.

Víf­ill seg­ir það skýr­ing­una sem var gef­in á því að skóla­hald var fellt niður. En for­eldr­ar hafi einnig áhyggj­ur af þess­ari miklu rösk­un á skóla­starfi.

„Áhyggj­ur for­eldra í grunn­inn lúta að því að þetta ástand allt sam­an, frá því síðastliðinn vet­ur, hef­ur leitt af sér veru­leg­ar rask­an­ir á skóla­starfi og eins og oft bitn­ar það oft á þeim sem eru viðkvæm­ast­ir fyr­ir og mega síst við því. Þannig að þetta er al­gjör­lega öm­ur­leg staða.“

For­eldr­um gróf­lega mis­boðið

For­eldr­um sé gróf­lega mis­boðið vegna þeirr­ar stöðu sem kom­in er upp.

„Frá því að þetta ástand hófst síðastliðinn vet­ur hafa for­eldr­ar verið að gera alls kon­ar at­huga­semd­ir við það hvernig skóla­starfi hef­ur verið háttað og rask­an­ir á því. Auðvitað hef­ur fólk að ein­hverju leyti þol­in­mæði fyr­ir því, eða hafði í upp­hafi, þegar það kem­ur upp erfið staða og því að það þurfi að grípa til ein­hverra ráðstaf­ana sem ekki eru full­komn­ar.

En það hef­ur verið af­skap­lega illa staðið að þessu af hálfu skóla­yf­ir­valda og keyr­ir um þver­bak þegar borg­in sæk­ir ekki um leyfi hjá sín­um bygg­ing­ar­full­trúa,“ seg­ir Víf­ill.

„Þetta hlýt­ur að vekja spurn­ing­ar um hvort þessu stærsta sveit­ar­fé­lagi lands­ins er yf­ir­höfuð treyst­andi fyr­ir skóla­haldi,“ bæt­ir hann við.

Endurbætur standa yfir á Hagaskóla, en þar kom upp mygla.
End­ur­bæt­ur standa yfir á Haga­skóla, en þar kom upp mygla. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Um­hugað um gott sam­starf

Spjót­in bein­ist þó ekki að skóla­stjórn­end­um sjálf­um í þessu máli. „Hluti af þessu hef­ur verið að skóla­stjórn­end­ur hafa fengið í fangið alls kon­ar verk­efni sem maður hefði haldið að þær ættu ekki að sinna, held­ur hefði maður haldið að þær ættu aðallega að sinna mennt­un og vel­ferð barn­anna. Þessi gagn­rýni bein­ist fyrst og fremst að borg­ar­yf­ir­völd­um.“

Í álykt­un sem stjórn for­eldra­fé­lags­ins sendi frá sér í gær kem­ur fram að skóla­yf­ir­völd og aðrir sem að mál­inu koma fyr­ir hönd Reykja­vík­ur­borg­ar hafi ít­rekað verið spurð hvort bruna­varn­ir séu í lagi í hús­næði skól­ans. Ávallt hafi verið staðhæft að svo sé. Víf­ill seg­ir það síðast hafa verið gert á fundi fyr­ir tveim­ur vik­um.

„Ég held að öll­um for­eldr­um sé um­hugað um að eiga gott sam­starf við skól­ann og skóla­yf­ir­völd hjá borg­inni um það hvernig skóla­haldi verður best háttað við þess­ar aðstæður, en ef maður get­ur ekki treyst því að fá rétt­ar upp­lýs­ing­ar þá er erfitt að treysta þeim sem maður er í sam­skipt­um við.“

Gera kröfu um taf­ar­laus­ar aðgerðir 

Víf­ill seg­ir for­eldra gera kröfu um að ráðist verði í trú­verðugar aðgerðir til að tryggja skólastarf án trufl­ana í Haga­skóla. Stjórn for­eldra­fé­lags­ins skor­ar á Reykja­vík­ur­borg að ráðast taf­ar­laust í aðgerðir vegna þessa.

„Þannig gætu borg­ar­yf­ir­völd reynt að leggja grunn að því að end­ur­vinna traust for­eldra og sýna fram á að þessu stærsta sveit­ar­fé­lagi lands­ins sé treyst­andi fyr­ir því að standa fyr­ir skóla­starfi,“ seg­ir í álykt­un stjórn­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert