Sjúkrabíll lenti í árekstri á leið í brunaútkall

Sjúkrabílar fyrir utan Aktu Taktu í Garðabæ.
Sjúkrabílar fyrir utan Aktu Taktu í Garðabæ. Ljósmynd/Aðsend

Sjúkra­bíll lenti í árekstri áleiðis í bruna­út­kall í Hafn­ar­fjörð í morg­un. Árekst­ur­inn varð í Garðabæ á gatna­mót­un­um við Olís, Ork­una og Aktu Taktu.

Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir í sam­tali við mbl.is að eng­in slys hafi orðið á fólki.

„Það varð eigna­tjón, smá taf­ir á um­ferð en það er verið að greiða úr þessu. Eldútkallið reynd­ist  minni hátt­ar og það eru til fleiri bíl­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert