Sjúkrabíll lenti í árekstri áleiðis í brunaútkall í Hafnarfjörð í morgun. Áreksturinn varð í Garðabæ á gatnamótunum við Olís, Orkuna og Aktu Taktu.
Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við mbl.is að engin slys hafi orðið á fólki.
„Það varð eignatjón, smá tafir á umferð en það er verið að greiða úr þessu. Eldútkallið reyndist minni háttar og það eru til fleiri bílar.“