Sprengjusveitin að störfum við Sæbraut

Mik­ill viðbúnaður er hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra og slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis við Aust­ur­brún og Sæ­braut í Laug­ar­dal í Reykja­vík. 

Á svæðinu eru einnig sjúkra­bíl­ar til taks. 

Sjón­ar­vott­ar segja þrjá sér­sveit­ar­bíla hafa keyrt hratt að blokk í Aust­ur­brún og sér­sveit­ar­menn farið inn í hana. Einn bíll­inn hélt að bens­ín­stöð á Sæ­braut þar sem þrír lög­reglu­bíl­ar voru, hið minnsta, og var plan bens­ín­stöðvar­inn­ar rýmt í kjöl­farið. 

Síðan þá hafa sjúkra­bíl­ar og slökkviliðsbíl­ar verið kallaðir á svæðið.

Ásgeir Þór Ásgeirs­son yf­ir­lög­regluþjónn seg­ir að aðgerðirn­ar séu vegna hús­leit­ar.

„Það var hús­leit sem var fram­kvæmd að und­an­gengn­um úr­sk­urði í máli sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu er með til rann­sókn­ar. Þetta er ekki á borði rík­is­lög­reglu­stjóra,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Upp­fært kl. 18.39: Aðgerðir lög­reglu og sér­sveit­ar eru ótengd­ar viðbúnaði á Olís við Sæ­braut. Í Aust­ur­brún var verið að fram­kvæma hús­leit. 

Á Olís við Sæ­braut var til­kynnt um und­ar­lega hegðun manns og fannst í kjöl­farið tor­kenni­leg­ur hlut­ur á plan­inu.  

„Sprengju­sveit sér­sveit­ar­inn­ar er að aðstoða okk­ar embætti þar. Það voru kallaðir sprengju­sér­fræðing­ar og þá eru ákveðnir verk­ferl­ar sem fara í gang, og það eru sjúkra­bíll og slökkvi­bíll sem teng­ist því. En þetta er eitt­hvað sem er á fyrstu stig­um,“ seg­ir Ásgeir Þór í sam­tali við mbl.is.

Fyr­ir­sögn frétt­ar­inn­ar hef­ur verið upp­færð eft­ir að nýj­ar upp­lýs­ing­ar bár­ust frá lög­reglu.

Frá vettvangi rétt í þessu.
Frá vett­vangi rétt í þessu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert