„Það má ekkert lengur“

Úr auglýsingu VIRK sem frumsýnd var á föstudagskvöldið.
Úr auglýsingu VIRK sem frumsýnd var á föstudagskvöldið. Skjáskot/VIRK

„Það má ekk­ert leng­ur“, aug­lýs­ing VIRK starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóðs, var gerð til að vekja at­hygli á kyn­ferðis­legri áreitni á vinnu­stöðum. Þetta seg­ir Ingi­björg Lofts­dótt­ir, sviðsstjóri for­varna­sviðs VIRK, í sam­tali við mbl.is.

„VIRK er með laga­legt hlut­verk hvað varðar það að vera með for­varn­araðgerðir til að sporna við brott­falli af vinnu­markaði af hvers kyns toga. Hingað til höf­um við aðallega verið að horfa til álag­stengdra vanda­mála, mikið kuln­un og streitu­vanda­mál en ekki síst hvað viðkem­ur al­mennri vellíðan starfs­fólks í starfi,“ seg­ir Ingi­björg.

Hún seg­ir að kyn­ferðis­leg áreitni sé vanda­mál á ís­lensk­um vinnu­markaði.

„Við feng­um ákall úr grasrót VIRK en það eru stétt­ar­fé­lög­in sem standa meðal ann­ars að baki okk­ur. Þau báðu okk­ur að skoða hvort við gæt­um brugðist eitt­hvað við þessu. Þetta er búið að vera lang­ur far­veg­ur, þetta er viðkvæmt mál­efni og það þarf virki­lega að reyna að vanda sig.“

Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri forvarnasviðs VIRK.
Ingi­björg Lofts­dótt­ir, sviðsstjóri for­varna­sviðs VIRK. Ljós­mynd/​Aðsend

Yf­ir­gnæf­andi já­kvæð viðbrögð

Aug­lýs­ing­in var því gerð til að vekja at­hygli á mál­efn­inu. Hún var frum­sýnd á föstu­dags­kvöldið á RÚV í aug­lýs­inga­hléi á und­an Vik­unni með Gísla Marteini.

„Við höf­um fengið ótrú­lega já­kvæð viðbrögð við þessu. Við höf­um verið að fylgj­ast með og þetta hafa verið yf­ir­gnæf­andi já­kvæð viðbrögð,“ seg­ir Ingi­björg.

Ýmsar upp­lýs­ing­ar um kyn­ferðis­lega áreitni má sjá á vel­virk.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert