Þórunn nýr skrifstofustjóri Landspítala

Þórunn Oddný Steinsdóttir nýr skrifstofustjóri.
Þórunn Oddný Steinsdóttir nýr skrifstofustjóri. Ljósmynd/Landspítalinn

Þór­unn Odd­ný Steins­dótt­ir lög­fræðing­ur tek­ur við starfi skrif­stofu­stjóra á Land­spít­al­an­um og mun heyra und­ir for­stjóra.

Anna Sigrún Bald­urs­dótt­ir læt­ur af störf­um á skrif­stofu for­stjóra spít­al­ans þann 1. októ­ber en hún hef­ur verið ráðin skrif­stofu­stjóri og leiðtogi öldrun­ar­mála hjá vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar.

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu á vef spít­al­ans. Þar seg­ir einnig að vinna við skipu­lags­breyt­ing­ar á Land­spít­ala standi yfir og því verði tíma­bundn­ar breyt­ing­ar á verk­efn­um og starf­semi skrif­stof­unn­ar.

Starfaði hjá heil­brigðisráðuneyt­inu

Þór­unn hef­ur und­an­far­in átta ár starfað sem sér­fræðing­ur, staðgeng­ill skrif­stofu­stjóra og sett­ur skrif­stofu­stjóri í heil­brigðisráðuneyt­inu. Þá hef­ur hún einnig síðustu mánuði unnið að stefnu­mót­un og end­ur­skoðun á lög­gjöf á sviði stjórn­ar fisk­veiða í mat­vælaráðuneyt­inu.

Meðal helstu verk­efna Þór­unn­ar má nefna verk­efni vegna nýrr­ar stjórn­ar Land­spít­ala sem og fram­kvæmda­stjórn­ar en að öðru leyti hef­ur hún einkum haft með hönd­um stjórn­sýslu­leg verk­efni skrif­stof­unn­ar, ný­sköp­un­ar­mál, alþjóðlegt sam­starf og end­ur­skoðun skjala­vist­un­ar­mála sem nú stend­ur yfir. Klín­ísk verk­efni, sem Anna Sigrún sinnti, fær­ast eft­ir at­vik­um til fram­kvæmda­stjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert