Tímabil endurhæfingarlífeyris úr 3 í 5 ár

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Drög að frum­varpi um að lengja greiðslu­tíma­bil end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is hafa verið sett í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Í drög­un­um er lagt til að tíma­bil end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is verði allt að fimm ár í stað þriggja ára sam­kvæmt gild­andi lög­um. Frum­varpið er fyrsta skrefið í um­bylt­ingu á greiðslu- og þjón­ustu­kerfi al­manna­trygg­inga vegna starfs­getumissis.

Í frum­varps­drög­un­um er lagt til að greiðslu­tíma­bil end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is verði lengt þannig að það verði allt að 36 mánuðir í stað 18 mánaða eins og nú. Einnig að heim­ild til að fram­lengja greiðslu­tíma­bilið verði lengd úr 18 mánuðum í tvö ár.

Jafn­framt er lagt til að sett verði það skil­yrði fyr­ir fram­leng­ingu greiðslna að starf­send­ur­hæf­ing með aukna at­vinnuþátt­töku að mark­miði sé enn met­in raun­hæf. Þannig hef­ur efni frum­varps­ins mikla þýðingu í tengsl­um við störf nefnd­ar um vel­ferð og virkni á vinnu­markaði sem leit­ar meðal ann­ars leiða til að draga úr ótíma­bæru brott­hvarfi af vinnu­markaði og styðja við far­sæla end­ur­komu starfs­fólks, svo sem eft­ir lang­vinn veik­indi.

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, seg­ir í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu að efni frum­varps­ins er mik­il­vægt fyr­ir fólk sem miss­ir starfs­get­una, enda er því ætlað að stuðla að ár­ang­urs­ríkri starf­send­ur­hæf­ingu og auka mögu­leika fólks til virkni í lífi og starfi. 

„Frum­varpið er auk þess þýðing­ar­mikið fyr­ir þær áhersl­ur mín­ar sem snúa að heild­rænni nálg­un og auk­inni sam­fellu í starf­send­ur­hæf­ingu fólks.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert