Tré liggja „þvers og kruss“

Ljósmynd/Kristján Ingimarsson

Tré brotnuðu í tvennt og rifnuðu upp með rót­um í skógi á Djúpa­vogi í óveðrinu um helg­ina. Íbúi seg­ir tjónið bæði fjár­hags­legt og til­finn­inga­legt en mörg trjánna sem féllu voru með þeim fyrstu sem gróður­sett voru í skóg­in­um.

„Það er búið að vera al­veg klikkað veður frá því í gær­morg­un. Skóg­rækt­in er helsta úti­vist­ar­svæði okk­ar íbúa á Djúpa­vogi. Það er búið að leggja stíga og setja bekki og borð en nú er þetta allt í rúst,“ seg­ir Kristján Ingimars­son, íbúi á Djúpa­vogi í sam­tali við mbl.is.

Ljós­mynd/​Kristján Ingimars­son

Hann seg­ir erfitt að meta hversu mörg tré hafi brotnað eða fallið en þau hlaupi á mörg­um tug­um ef ekki hundruðum. Trén liggi „þvers og kruss“ og skóg­rækt­ar­fé­lagið muni að öll­um lík­ind­um þurfa ut­anaðkom­andi aðstoð við að hreinsa svæðið. 

Þá hafi eitt tréð brotnað, fokið út úr skóg­in­um og yfir þjóðveg eitt þar sem það ligg­ur nú í veg­kant­in­um.

Ljós­mynd/​Kristján Ingimars­son
Ljós­mynd/​Kristján Ingimars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka