Vátryggja ekki gegn foktjónum

Heilu runnarnir og trén fuku upp með rótum á Reyðarfirði.
Heilu runnarnir og trén fuku upp með rótum á Reyðarfirði. Ljósmynd/ Ragnar Sigurðsson

Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) vátryggja ekki gegn foktjónum. Vakin er athygli á þessu í fréttatilkynningu.

Aftakaveður var á austanverðu landinu í gær og er ljóst að foktjón hefur orðið víða.

Þá segir í tilkynningunni að NTÍ vátryggi gegn sjávarflóðum, vatnsflóðum, skriðuföllum, eldgosum og jarðskjálftum en, eins og áður segir, ekki gegn foktjónum.

„Þeim sem orðið hafa fyrir foktjóni er bent á að hafa samband við sín vátryggingafélög til að kanna stöðu sína.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert