„Ég vil bara vara ykkur við, þetta er ógeðslegt“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:22
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:22
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Fólki finnst áhuga­vert allt sem er skrítið. Allt sem er langt frá þínum sanna raun­veru­leika er áhuga­vert og fólk sæk­ist í það,“ seg­ir Ingi­björg Linn­et Kristjáns­dótt­ir, eða Inga Kristjáns eins og hún er jafn­an kölluð, í Dag­mál­um í dag.

Hún held­ur úti vin­sæla glæpa­hlaðvarp­inu Ill­verk­um og hef­ur gefið út um 350 hlaðvarpsþætti um morð og saka­mál, en hlaðvarpið er henn­ar lifi­brauð.

„Það er al­veg ótrú­legt. Ég hef stund­um gefið út þætti þar sem ég er bara: Ég vil vara ykk­ur við, þetta er ógeðslegt. Ekki skoða mynd­irn­ar. Fólk er bara: Haha, jú víst er ég að fara skoða mynd­irn­ar,“ seg­ir Inga um, að því er virðist, óslökkvandi áhuga fólks á saka­mál­um en hún fær reglu­lega send­ar mynd­ir af fjöl­breytt­um hópi hlust­enda sinna. 

„Ég fæ oft mynd­ir af sjó­mönn­um að hlusta með allri áhöfn­inni og vöru­bíl­stjór­um,“ lýs­ir Inga.

Oft sama mynstrið hjá gerend­um

Hún seg­ir merki­legt hvernig oft er hægt er að sjá sama mynstrið hjá gerend­um í þeim fjölda mála sem hún hef­ur kynnt sér. 

„Þetta eru hræðileg­ir hlut­ir sem fólk hef­ur gert – og ein­mitt áhuga­vert, þegar maður er bú­inn að kynna sér svona mörg mál, hvað maður sér alltaf sama mynstrið hjá mörg­um gerend­um,“ seg­ir Inga sem lýs­ir þessu mynstri í þætt­in­um.

Þátt­inn má sjá í heild sinni með því að smella hér:

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert