Erum beint „í skotmarki fellibylsins“

Rúnar Ásgeirsson Sigurðsson og Hafdís Garðarsdóttir Sigurðsson á Lido Beach …
Rúnar Ásgeirsson Sigurðsson og Hafdís Garðarsdóttir Sigurðsson á Lido Beach þegar enginn fellibylur var yfirvofandi. Aðsend/mbl.is

„Við höf­um búið hérna í 43 ár í Sara­sota og við höf­um oft þurft að und­ir­búa okk­ur vegna felli­bylja, svo við erum öllu vön. Sá sem fór eig­in­lega verst með okk­ur hérna var felli­byl­ur­inn Irma fyr­ir fimm árum, en þá var það í fyrsta skipti sem við sett­um fyr­ir alla glugga og byrgðum húsið al­veg. Þá urðum við raf­magns­laus hátt í viku, “ seg­ir Haf­dís Garðars­dótt­ir Sig­urðsson hjúkr­un­ar­fræðing­ur í Sara­sota.

Haf­dís starfar á spít­ala í Sara­sota en rek­ur einnig með eig­in­manni sín­um, Rún­ari Ásgeirs­syni Sig­urðsson, sitt eigið fyr­ir­tæki þar sem búin eru til mót til að búa til plast­vör­ur, eins og spraut­ur og fleira í þeim dúr.

Byrgja glugga og ná í bens­ín

„Felli­byl­ur­inn Ian hef­ur verið að fær­ast sunn­an við Tampa, þannig að við erum eig­in­lega al­veg í skot­mark­inu. En auðvitað get­ur þetta alltaf breyst,“ seg­ir hún.


Hún seg­ir að þau hjón­in séu búin að setja bens­ín á alla bíla og auka tanka, kaupa vist­ir og voru í gær að fara að ná í fleka til að setja fyr­ir glugg­ana. „Við erum líka búin að saga niður tré­grein­ar sem gætu valdið ein­hverju tjóni.“

Í St. Petersburg Flórída er verið að byrgja glugga til …
Í St. Peters­burg Flórída er verið að byrgja glugga til að verj­ast felli­byln­um Ian sem stefn­ir nú á Flórída, en bú­ist er við að hann nái landi sunn­an við Tampa á miðviku­dags­kvöld. AFP/​Joe Raedle


Eins og gera má ráð fyr­ir eru gíf­ur­leg­ar biðraðir við bens­ín­stöðvar og versl­an­ir. „Já það var allt bens­ín búið á þrem­ur bens­ín­stöðvum á laug­ar­dag­inn, þegar við fór­um af stað, svo þú get­ur bara ímyndað þér hvernig það er núna.“

Passa upp á ró­bót­ana

Hjón­in hafa einnig þurft að huga að fyr­ir­tæk­inu sínu, en stór þátt­ur fram­leiðslu­línu fyr­ir­tæk­is­ins er unn­in með ró­bót­um.

„Þeir voru að verja all­ar vél­arn­ar, tölv­ur og fleira og pakka í plast í gær og þeir tóku raf­magnið af allri bygg­ing­unni, svo ekki yrði tjón ef raf­magnið slægi út.“

Maður veður áfram á götu í Batabano á Kúbu í …
Maður veður áfram á götu í Bata­bano á Kúbu í dag eft­ir að felli­byl­ur­inn Ian fór yfir eyj­una snemma í morg­un. AFP/​Yamil Lage

„Ég var á felli­bylja­vakt á spít­al­an­um þegar felli­byl­ur­inn Charlie gekk yfir árið 2004 og þá hringdi Rún­ar maður­inn minn í mig og með þær frétt­ir að helm­ing­ur af þak­inu á hús­inu okk­ar hafi fokið af,“ seg­ir Haf­dís. „Það var reynd­ar hvirfil­byl­ur sem kom í tengsl­um við felli­byl­inn sem olli því að þakið fauk,“ seg­ir Haf­dís. „Þá fuku þök og hlöður hér í göt­unni og fleira.“

Núna er ein­mitt líka sagt að hætta sé á hvirfil­bylj­um í kring­um felli­byl­inn Ian sem er á leiðinni. „Já, og það þykir mér eig­in­lega skelfi­legra af því að maður get­ur ein­hvern veg­inn und­ir­búið sig und­ir felli­bylj­ina og veit hvað er að ger­ast, en hvirfil­byl­irn­ir eru miklu óút­reikn­an­legri.“

Verða sam­an í veðurofs­an­um

Hjón­in eiga þrjú upp­kom­in börn og einn son­ur þeirra býr á Íslandi og ann­ar í Louisi­ana, en yngsti son­ur­inn býr í gesta­húsi sem þau eiga í Sara­sota með konu sinni og börn­um og þau ætla að vera með þeim í hús­inu meðan felli­byl­ur­inn geng­ur yfir. „Þannig að við verðum hérna sam­an og það er ekk­ert annað í stöðunni en að reyna að taka þessu með stóískri ró.“

Meira og minna öllum flugum hefur verið aflýst á alþjóðaflugvellinum …
Meira og minna öll­um flug­um hef­ur verið af­lýst á alþjóðaflug­vell­in­um í Tampa, en vell­in­um verður lokað kl. 5 í dag að staðar­tíma. AFP/​Bry­an R. Smith
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert