Framkoma forseta hafi jaðrað við einelti

Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferðafélagsins.
Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferðafélagsins. mbl.is/RAX

Anna Dóra Sæþórs­dótt­ir, frá­far­andi for­seti Ferðafé­lags Íslands, vildi losna við fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins, að sögn Sigrún­ar Val­bergs­dótt­ur vara­for­seta og stjórn­ar­meðlims fé­lags­ins. 

Tel­ur hún það vera rót sam­skipta­vand­ans milli stjórn­ar og for­seta, og því sé öllu snúið á hvolf í upp­sagn­ar­bréfi Önnu Dóru. Þar seg­ir Anna Dóra að hún geti ekki starfað í fé­lagi þar sem stjórn­ar­hætt­ir og siðferðis­leg gildi gangi þvert á henn­ar eig­in. 

„Henn­ar stjórn­ar­hætt­ir sam­svöruðu ekki góðum sam­skipta­hátt­um, það er það sem varð til þess að þessi gjá mynd­ast milli henn­ar og stjórn­ar. Hún tók ákvörðun um hluti án þess að bera þá und­ir stjórn og svo má segja að fram­koma henn­ar gagn­vart fram­kvæmda­stjóra hafi jaðrað við einelti,“ seg­ir Sigrún í sam­tali við mbl.is. 

Þá hafi Anna Dóra, neitað að mæta á stjórn­ar­fund fé­lags­ins í júní, nema fram­kvæmda­stjóra yrði sagt upp og Tóm­asi Guðbjarts­syni stjórn­ar­manni vikið úr stjórn. 

Fram­kvæmda­stjóri Ferðafé­lags Íslands er Páll Guðmunds­son.

Kom til tals að leggja fram van­traust­til­lögu

Sigrún seg­ir að stjórn og for­seti hafi ekki verið á sama máli um ágæti fram­kvæmda­stjór­ans, enda hafi rekst­ur fé­lags­ins gengið vel.

Þá ját­ar hún að það hafi komið til tals að leggja fram van­traust­til­lögu á hend­ur for­seta, af hálfu stjórn­ar. 

Í bréfi sínu seg­ir Anna Dóra frá því að fljót­lega eft­ir kosn­ingu hafi henni farið að ber­ast upp­lýs­ing­ar um ýmis mál sem ekki hafði verið brugðist við af hendi fé­lags­ins. Al­var­leg­ustu mál­in hafi snert ein­stak­linga sem höfðu gerst brot­leg­ir við siðaregl­ur fé­lags­ins eða verið ásakaðir um áreitni eða gróft kyn­ferðis­legt of­beldi.

Stjórn fé­lags­ins full­yrðir að til staðar hafi verið fag­legt ferli og viðmið um það hvernig tekið skyldi á mál­um sem upp koma í sam­skipt­um inn­an fé­lags­ins, þar með tal­in mál sem varða kyn­ferðis­lega áreitni. 

Innt eft­ir nán­ari skýr­ingu á því hvernig hinu fag­lega ferli sé háttað, seg­ir Sigrún að um sé að ræða verklag sem út­listað sé á tveim­ur blaðsíðum. Þar séu viðbrögð mis­jöfn eft­ir því hvers eðlis mál­in séu og hverj­ir eigi í hlut, það er að segja hvort um sé að ræða tvo farþega, farþega og far­ar­stjóra, eða farþega og starfs­mann þriðja aðila.

„Það er ákveðið al­veg skýrt hverj­ir eiga að boða þolend­ur á fund og hverj­ir eigi að boða gerend­ur, hverj­um sé falið að fjalla um málið og svo hvar rann­sókn­in fari fram.“

Sigrún seg­ir að á síðustu fimm árum hafi komið upp sex til­felli af þessu tagi, en þau hafi öll verið til lykta leidd. Því sé ekk­ert hæft í ásök­un­um Önnu Dóru um að fé­lagið hafi ít­rekað stungið mál­um und­ir stól. 

Anna Dóra Sæþórsdóttir.
Anna Dóra Sæþórs­dótt­ir.

„Stjórn­in vann þetta sam­an“

Þegar Anna Dóra tók við sem for­seti leiddi hún vinnu við að end­ur­skoða orðalag og það ferli sem grípa skal til þegar of­beld­is­mál eða sam­skipta­örðug­leik­ar koma upp inn­an fé­lags­ins. 

„Því var lokið síðasta haust og svo unnið sam­kvæmt því. Þetta var fín vinna og gott að end­ur­skoða svona verk­ferla. Stjórn­in vann þetta sam­an. Við lögðum mikla vinnu í þetta og endur­orðuðum margt til þes að hafa þetta í sam­ræmi við breyt­ing­arn­ar sem orðið hafa í þjóðfé­lag­inu, það er því sér­stakt að þetta sé sett fram sem aðal­or­sök af­sagn­ar for­seta.“

Sigrún tel­ur að til­efni um­ræddr­ar end­ur­skoðunar hafi verið þriðja bylgja vit­und­ar­vakn­ing­ar­inn­ar Met­oo, en ekk­ert ein­stakt mál. 

Mál ein­stakra manna fari ekki fyr­ir stjórn

„Æðstu stjórn­end­ur fé­lags­ins höfðu haft upp­lýs­ing­ar um þessi mál í lengri tíma, án þess að taka á þeim. Þvert á móti fengu þeir, sem þess­um sök­um voru born­ir, að starfa áfram sem far­ar­stjór­ar á veg­um fé­lags­ins. Eitt þess­ara mála varðaði stjórn­ar­mann í fé­lag­inu,“ skrifaði Anna Dóra í bréfi sínu.

„Mál ein­stakra manna fara ekki fyr­ir stjórn. Þetta eru viðkvæm trúnaðar­mál og í stjórn eru níu ein­stak­ling­ar, það myndi ekki ganga að all­ir væru upp­lýst­ir. Ég fæ þessi mál ekk­ert inn á borð til mín,“ seg­ir Sigrún.

Úr ferð á vegum Ferðafélags Íslands.
Úr ferð á veg­um Ferðafé­lags Íslands. Eyþór Árna­son

Spurn­ing­ar Önnu Dóru íþyngj­andi

Í störf­um sín­um sem for­seti Ferðafé­lags­ins kveðst Anna Dóra ekki hafa fengið upp­lýs­ing­ar um rekst­ur fé­lags­ins og að svo hafi hún verið beðin að vera ekki í sam­skipt­um við starfs­menn fé­lags­ins. 

Sigrún seg­ir það af og frá að Anna Dóra hafi ekki fengið upp­lýs­ing­ar. „Hún sendi fram­kvæmda­stjóra langa lista með spurn­ing­um og fékk svör við þeim, þetta er úr lausu lofti gripið.“

Þó bæt­ir Sigrún við að fram­kvæmda­stjóri hafi haft orð á því að spurn­inga­flóð for­seta hafi verið íþyngj­andi, enda væri skrif­stof­an fáliðuð og mörg verk­efni sem þyrfti að sinna. 

Þá bend­ir hún á að það sé erfitt fyr­ir fram­kvæmda­stjóra að finna fyr­ir svo miklu van­trausti af hálfu for­seta. 

„Það var hald­inn aðal­fund­ur í mars þar sem for­set­inn lýsti því hvað allt gengi vel. Rekstr­arstaða er sú besta sem verið hef­ur.“

Ný­legt mál stjórn­ar­manns til lykta leitt

Anna Dóra seg­ir frá því að ný­lega hafi henni borist upp­lýs­ing­ar um mál sem snerti stjórn­ar­mann í fé­lag­inu og sneri að áreitni og ósæmi­legri hegðun í skipu­lagðri ferð á veg­um fé­lags­ins. Þegar hún óskaði eft­ir upp­lýs­ing­um hafi viðbrögðin verið að hafa uppi óbein­ar hót­an­ir gagn­vart fara­rstjór­an­um og til­kynna vin­konu þeirr­ar sem varð fyr­ir áreitn­inni að það myndi hafa af­leiðing­ar ef málið yrði rætt frek­ar.

Sigrún staðfest­ir að mál hafi komið upp í tengsl­um við stjórn­ar­mann 2021. Hún seg­ir það mál hafa verið leitt til lykta með sam­komu­lagi milli aðila og að um­rædd­ur stjórn­ar­maður sé enn í stjórn. Málið hafi þó ekki komið inn á borð stjórn­ar. 

Þá kveðst hún ekk­ert vita um það hvort ein­hver hafi haft sam­band við vin­konu þeirr­ar sem varð fyr­ir áreitn­inni, líkt og fram kem­ur í bréfi Önnu Dóru. 

Ein­hverj­ir hafa sagt sig úr Ferðafé­lagi Íslands í kjöl­far af­sagn­ar Önnu Dóru, en Sigrún hef­ur ekki upp­lýs­ing­ar um það hve marg­ir það eru. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert