„Nú hefur vindur gengið niður á austurhluta landsins eftir illviðri síðustu daga, og í dag og á morgun verður hæglætisveður á landinu.“
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Í dag er spáð norðlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s. Bjart verður með köflum en skýjað verður norðaustantil og sums staðar lítilsháttar rigning.
Þá er spáð 2 til 10 stiga hita en mildast verður sunnan heiða.
Á morgun er spáð hægum vindi og dálítilli vætu á víð og dreif en lengst af verður þurrt á Norðurlandi. Þá má búast við 4 til 10 stiga hita.