Lögreglan vill ná tali af manni

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu leit­ar manns sem hún ósk­ar eft­ir að ná tali af.

Maður­inn, sem sést á mynd­inni hér að ofan, er vin­sam­leg­ast beðinn að hafa sam­band við lög­reglu­stöðina á Hverf­is­götu 113-115 í Reykja­vík í síma 444-1000.

Þá er fólk sem þekk­ir til manns­ins eða veit hvar hann er að finna sömu­leiðis beðið að hafa sam­band við lög­reglu sím­leiðis eða með tölvu­pósti á net­fangið abend­ing@lrh.is

Þótt mynd­irn­ar séu óskýr­ar má ætla að þær geti gefið vís­bend­ing­ar um hver maður­inn er, seg­ir í til­kynn­ingu lög­reglu. 

Þar er ekki tekið fram í tengsl­um við hvaða mál þetta er.

Upp­fært: Sam­kvæmt lög­reglu er maður­inn kom­inn í leit­irn­ar.

Maðurinn sem lögregla vill ná tali af.
Maður­inn sem lög­regla vill ná tali af. Ljós­mynd/​Lög­regl­an
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert