Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar manns sem hún óskar eftir að ná tali af.
Maðurinn, sem sést á myndinni hér að ofan, er vinsamlegast beðinn að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444-1000.
Þá er fólk sem þekkir til mannsins eða veit hvar hann er að finna sömuleiðis beðið að hafa samband við lögreglu símleiðis eða með tölvupósti á netfangið abending@lrh.is
Þótt myndirnar séu óskýrar má ætla að þær geti gefið vísbendingar um hver maðurinn er, segir í tilkynningu lögreglu.
Þar er ekki tekið fram í tengslum við hvaða mál þetta er.
Uppfært: Samkvæmt lögreglu er maðurinn kominn í leitirnar.