„Aðstreymi flóttafólks hingað til lands er jafnt og stöðugt. Reynsla undanfarinna vikna er sú að í viku hverri koma hingað til lands um 100 manns og starfið hér miðast við það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri stjórnvalda við móttöku flóttafólks. Móttökustöð fyrir fólkið er í húsi Domus Medica við Egilsgötu í Reykjavík og þar er því veitt fyrsta þjónusta.
Alls hafa 2.865 flóttamenn komið til landsins í ár, þar af 1.722 frá Úkraínu. Allmargir eru sömuleiðis frá Venesúela. Gangurinn í málum þeirra er sá að við komuna til landsins gefur fólk sig fram við lögregluna á Keflavíkurflugvelli – sem kemur því inn til Reykjavíkur þá strax í kjölfarið.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.