Skoðun á ummælum Sigurðar Inga skorti forsendur

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis.
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Auðvitað var óheppi­legt að þetta skyldi drag­ast en við vor­um á ýms­um stig­um máls að afla okk­ur upp­lýs­inga og fá álit á ákveðnum þátt­um í mál­inu,“ seg­ir Birg­ir Ármanns­son, for­seti Alþing­is, um ákvörðun for­sæt­is­nefnd­ar um að vísa frá máli sem sneri að um­mæl­um sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son lét falla um Vig­dísi Häsler, fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna, í búnaðarþings­boði í mars.

„Við þurft­um í upp­hafi að velta fyr­ir okk­ur mörk­un­um milli siðareglna ráðherra og siðareglna þing­manna, enda er þetta í fyrsta skiptið sem mál sem varðar ráðherra hef­ur komið inn á okk­ar borð. Síðan þurft­um við að átta okk­ur á for­dæm­um í þessu.

Niðurstaðan var á þessa leið og við sem stóðum að þess­ari ákvörðun töld­um að málið væri þess eðlis þegar það væri metið heild­stætt að það væru ekki for­send­ur til að halda áfram með það á grund­velli siðareglna þings­ins,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Birg­ir seg­ir að skoðanir nefnd­ar­manna á mál­inu hafi ekki verið sam­hljóða að öllu leyti. „Engu að síður kom­umst við að þeirri niður­stöðu en það var auðvitað ekki ein­hug­ur um þetta í nefnd­inni“

Ekki lagt efn­is­legt mat á málið

„Ef fram­hald hefði orðið á mál­inu á vett­vangi þings­ins, þá hefði það annaðhvort byggt á vanga­velt­um úr fjöl­miðlum eða þá ein­hvers­kon­ar frum­kvæðis­at­hug­un for­sæt­is­nefnd­ar sem ekki væri á henn­ar verksviði.

Við horfðum einnig til þess að einu upp­lýs­ing­arn­ar sem hafa komið um málið hafa verið blaðaf­regn­ir sem hafa ekki verið staðfest­ar að öllu leyti hvað varðar ein­stök um­mæli og aðstæður að öðru leyti þannig að við töld­um að það væru ekki for­send­ur fyr­ir okk­ur til þess að halda mál­inu áfram.

Það skipt­ir líka máli við þetta heild­armat að sá sem kvört­un­in beind­ist að [Sig­urður Ingi Jó­hanns­son] hafði greini­lega talið til­efni til að biðjast af­sök­un­ar á þess­um um­mæl­um, og hafði gert það.“

Ákvörðunin hafi því byggst á heild­armati á aðstæðum og tek­ur Birg­ir það fram að nefnd­in hafi ekki lagt efn­is­legt mat á málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert