Skólabekkurinn tvísetinn í Ármúla

Skólastjórnendur í Hagaskóla boðuðu til fundar með foreldrafélaginu, skólaráði, borgaryfirvöldum …
Skólastjórnendur í Hagaskóla boðuðu til fundar með foreldrafélaginu, skólaráði, borgaryfirvöldum og slökkviliðinu vegna málsins og fór hann fram í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skóla­hald í Ármúla á veg­um Haga­skóla fer fram með öðru­vísi hætti í dag þar sem hús­næðið verður tví­setið. Árgang­arn­ir tveir sem sækja þar kennslu þurfa að skipt­ast á að nota rýmið þar sem ekki verður hægt að hýsa þá báða sam­tím­is þar sem bruna­vörn­um er ábóta­vant.

Víf­ill Harðar­son, formaður for­eldra­fé­lags Haga­skóla, seg­ir ekki um framtíðarlausn að ræða. Sam­tal­inu við skól­ann sé ekki lokið en mik­il­vægt hafi verið að finna lausn svo ekki hafi þurft að fella skólastarf niður. Hann kvaðst þó ekki geta sagt til um hversu lengi þetta fyr­ir­komu­lag yrði í gildi.

Hús­næðið ekki yf­ir­farið

Hús­næði í Ármúla sem notað er und­ir kennslu nem­enda í 8. og 9. bekk í Haga­skóla fór ekki í samþykkt­ar­ferli hjá bygg­ing­ar­full­trúa og var þess vegna ekki yf­ir­farið af slökkviliðinu áður en kennsla hófst þar. Hús­ráðend­um hef­ur verið gef­inn frest­ur til 12. októ­ber til þess að bæta úr þeim van­könt­um sem þegar eru til staðar á bruna­vörn­um.

Á sunnu­dag­inn kom í ljós að kennsla í Ármúla yrði felld niður á mánu­dag­inn. Í álykt­un stjórn­ar for­eldra­fé­lags Haga­skóla var mik­illi óánægju lýst vegna þess.

„Í kjöl­far þess að mygla upp­götvaðist í Haga­skóla á liðnum vetri hafa nem­end­ur mátt þola marg­vís­leg­ar rask­an­ir á skóla­starfi. Líkt og oft ger­ist hafa þær rask­an­ir bitnað verst á þeim sem síst skyldi. Nú bæt­ist við að skólastarf mánu­dag­inn 26. sept­em­ber hef­ur verið fellt niður,“ seg­ir þar.

Skóla­stjórn­end­ur í Haga­skóla boðuðu til fund­ar með for­eldra­fé­lag­inu, skólaráði, borg­ar­yf­ir­völd­um og slökkviliðinu vegna máls­ins og fór hann fram í gær.

Upp­byggi­leg­ur fund­ur

Að sögn Víf­ils var fund­ur­inn mjög upp­byggi­leg­ur. „Ég upp­lifði ekki annað en að all­ir væru í sama liði og væru með sama mark­miðið. Það er uppi staða sem er mjög óheppi­leg, svo ekki sé annað sagt, en það er verið að reyna að finna lausn á mál­inu.“

Að sögn Víf­ils hef­ur slökkviliðið ekki gert nein­ar veru­leg­ar at­huga­semd­ir við neðstu hæðina og held­ur ekki hluta af ann­arri hæðinni svo skóla­hald get­ur haldið áfram þar.

„Svo þarf að sjá hvaða tíma það tek­ur að koma hús­næðinu í meiri nýt­ingu.“

Víf­ill kvaðst þó ekki vilja fara nán­ar út í þá mögu­leika sem voru rædd­ir á fund­in­um.

Ekki rætt um um­ferðarör­yggi

Í álykt­un stjórn­ar for­eldra­fé­lags­ins kom einnig fram að áhyggj­ur for­eldra hefðu meðal ann­ars beinst að ör­yggi í tengsl­um við rútu­ferðir og um­ferðarör­yggi á svæðinu í Ármúla, sem ekki væri vel fallið til skóla­starfs.

Aðspurður seg­ir Víf­ill um­ferðarör­yggi ekki hafa verið rætt á fund­in­um. Það liggi þó fyr­ir að fram­kvæmd­ir séu nauðsyn­leg­ar en þær muni taka tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert