Sony Music skellir í lás á Íslandi

Aron Can er einn þeirra listamanna sem voru á dreifingarsamningi …
Aron Can er einn þeirra listamanna sem voru á dreifingarsamningi hjá Sony Music á Íslandi.

Í lok októ­ber mun starf­semi skrif­stofu Sony Music hér á landi verða form­lega lögð niður, en eft­ir það verða all­ir lista­menn sem Sony Music dreif­ir tónlist fyr­ir að vera í tölvu­póst­sam­skipt­um við dönsku skrif­stof­una í Kaup­manna­höfn. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem fé­lagið sendi á tón­listar­fólk sem það á í sam­starfi við.

Þá verða jafn­framt all­ir þætt­ir dreif­ing­ar á ís­lensk­um út­gáf­um í hönd­um dönsku skrif­stof­unn­ar.

Þekkt­ustu tón­list­ar­menn lands­ins

Sony Music Entertain­ment er annað stærsta plötu- og út­gáfu­fyr­ir­tæki heims með um 44 úti­bú víðs veg­ar um heim­inn. Sony Music Ísland hefur verið hluti af stærri skrif­stofu hjá Sony í Dan­mörku, en nú er ljóst að öll starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi mun leggj­ast af.

Sony Music er með dreif­ing­ar­samn­ing við margt af þekkt­asta tón­listar­fólk­inu hér á landi. Meðal þeirra eru Herra Hnetu­smjör, Mug­i­son, Aron Can, GDRN, Ragga Grön­dal, Karítas og Moses Hightower svo nokkr­ir séu nefnd­ir.

Upp­fært: Greint var frá því að tón­list­ar­menn gætu aðeins haft sam­band við Sony Music í gegn­um tölvu­póst í kjöl­far þess­ara breyt­inga og ekk­ert gefið upp um síma­núm­er. Rétt er að tón­list­ar­menn munu áfram hafa sama aðgang að starfs­fólki skrif­stof­unn­ar, hvort sem er í gegn­um síma eða tölvu­póst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert