Stjórn FÍ hafnar lýsingum fráfarandi forseta

Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferðafélagsins, skrifar undir yfirlýsinguna sem var send …
Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferðafélagsins, skrifar undir yfirlýsinguna sem var send var á fjölmiðla. mbl.is/RAX

Stjórn Ferðafé­lag Íslands lýs­ir yfir von­brigðum og furðu með hvernig frá­far­andi for­seti lýs­ir viðskilnaði sín­um við fé­lagið, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Fyrr í dag sagði Anna Dóra Sæþórs­dótt­ir af sér sem for­seti Ferðafé­lags Íslands og sömu­leiðis úr fé­lag­inu. Hún sagðist ekki getað starfað í fé­lagi þar sem stjórn­ar­hætt­ir og siðferðis­leg gildi, sem ganga þvert á henn­ar eig­in gildi, ráði ríkj­um.

„Stjórn­in vís­ar al­gjör­lega á bug þeim ásök­un­um og lýs­ing­um sem hún set­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sinni,“ seg­ir jafn­framt í til­kynn­ingu fé­lag­ins.

Fag­leg ferli til staðar um hvernig skal tekið á áreitni

Þá seg­ir að hjá Ferðafé­lagi Íslands hafi verið til staðar fag­leg ferli og viðmið um hvernig skal tekið á mál­um sem koma upp í sam­skipt­um inn­an fé­lags­ins, þar með talið mál er varða kyn­ferðis­lega áreitni.

Ferðafélag Íslands skipuleggur fjölda ferða um landið á hverju ári …
Ferðafé­lag Íslands skipu­legg­ur fjölda ferða um landið á hverju ári og rek­ur gistiskála á há­lend­inu, auk þess að halda við þekkt­um göngu­leiðum eins og Lauga­veg­in­um og Kjal­vegi hinum forna. mbl.is/Þ​or­steinn

En í upp­sagn­ar­bréf­inu lýs­ir Anna Dóra því hvernig hún hafi tekið á mál­um er varða brot á siðaregl­um fé­lags­ins, áreitni og kyn­ferðis­legt of­beldi sem hafi leitt til þess að stjórn­ar­maður hafi sagt af sér. Hún seg­ir mik­inn ágrein­ing hafa komið upp í stjórn fé­lags­ins um meðhöndl­un mál­anna og bend­ir á að góðvin­ur fyrr­ver­andi stjórn­ar­manns­ins hafi viljað að hann fengi aft­ur að starfa hjá fé­lag­inu.

„Tekið hef­ur verið á öll­um mál­um af þessu tagi með fag­leg­um og skipu­lögðum hætti og þau leidd til lykta,“ seg­ir í til­kynn­ingu fé­lags­ins.

Sam­skipta­vandi til­kom­inn vegna stjórn­ar­hátta

„Stjórn Ferðafé­lags­ins get­ur staðfest að til staðar hafa verið vanda­mál í sam­skipt­um inn­an stjórn­ar við frá­far­andi for­seta. Þessi sam­skipta­vandi er til­kom­inn vegna stjórn­ar­hátta henn­ar og fram­komu við fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins.“

Þá seg­ir að lok­um að stjórn­in sé skipuð fjöl­breytt­um hópi ein­stak­linga úr ólík­um átt­um, bæði kon­um og körl­um, og að allt stjórn­ar­fólk hafni þeim lýs­ing­um sem frá­far­andi for­seti hef­ur komið með.

Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem formaður FÍ.
Anna Dóra Sæþórs­dótt­ir hef­ur sagt af sér sem formaður FÍ.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert