Styttist í aldarafmæli Völsungs

Völsungar fagna marki í fyrra.
Völsungar fagna marki í fyrra. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Sveit­ar­stjórn Norðurþings hef­ur samþykkt að skipuð verði af­mæl­is­nefnd vegna ald­araf­mæl­is íþrótta­fé­lags­ins Völsungs á Húsa­vík árið 2027.

Til­gang­ur­inn með nefnd­inni verður að safna sam­an hug­mynd­um, út­færa og gera til­lögu að af­mæl­is­gjöf sveit­ar­fé­lags­ins til Völsungs.

„Þann 12. apríl árið 1927 tóku 23 dreng­ir sig sam­an og stofnuðu íþrótta­fé­lag. Stofn­fé­lag­ar voru 27 en í upp­hafi var fé­lagið kallað Vík­ing­ur. Í at­kvæðagreiðslu skömmu eft­ir stofn­un fé­lags­ins var kosið á milli nafn­anna Hem­ing­ur og Völsungs með vís­an í forn­ar nor­ræn­ar sög­ur. Nafnið Völsung­ur hlaut fleiri at­kvæði. Í fyrstu lög­um fé­lags­ins mátti eng­inn meðlim­ur vera eldri en 16 ára. Það ber að fagna þess­um tíma­mót­um,“ seg­ir í bók­un.

Fjöl­skylduráð Norðurþings hef­ur falið íþrótta- og tóm­stunda­full­trúa að móta drög að starfs­hópi og leggja fyr­ir ráðið að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert