Taka fagnandi við einstöku myndasafni

Ólafur K. Magnússon að störfum við höfnina í Reykjavík einhverntíman …
Ólafur K. Magnússon að störfum við höfnina í Reykjavík einhverntíman á áttunda áratugnum. mbl.is/RAX

Hið viðamikla filmu- og mynda­safn Ólafs K. Magnús­son­ar, fyrr­ver­andi ljós­mynd­ara á Morg­un­blaðinu, verður af­hent Ljós­mynda­safni Reykja­vík­ur til varðveislu. Ólaf­ur (1926-1997) hóf störf sem ljós­mynd­ari blaðsins árið 1947 og starfaði við blaðið til sjö­tugs, í 49 ár, en hann lést ári síðar. Hann nam frétta­ljós­mynd­un og kvik­mynda­gerð í New York og Hollywood og varð fyrst­ur Íslend­inga til að gera frétta­ljós­mynd­un að ævi­starfi. Mörg fyrstu árin í starfi var hann eini fa­stráðni ljós­mynd­ari blaðsins en þegar hann lét af störf­um var ljós­mynda­deild hans skipuð nær tveim­ur tug­um starfs­manna.

Har­ald­ur Johann­essen, rit­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Árvak­urs, und­ir­ritaði ásamt Kristni, syni Ólafs, og Guðbrandi Bene­dikts­syni, safn­stjóra Borg­ar­sögu­safns Reykja­vík­ur, sem Ljós­mynda­safn Reykja­vík­ur er hluti af, samn­ing­inn um til­færslu safns­ins. Les­end­ur miðla Árvak­urs munu sem endra­nær njóta verka frum­kvöðuls­ins með margskon­ar hætti í miðlum út­gáf­unn­ar.

„Af­kom­end­ur Ólafs K. Magnús­son­ar ljós­mynd­ara fagna þess­um áfanga og hlakka til að vinna með Ljós­mynda­safni Reykja­vík­ur. Með þessu verður ljós­mynda­safnið aðgengi­legra fyr­ir alla áhuga­sama. Ljós­mynd­ir Ólafs hafa ekki verið mikið sýnd­ar op­in­ber­lega hin síðari ár og von­andi verður hér breyt­ing á,“ seg­ir Krist­inn.

Á einni kunnustu mynd Ólafs K., sem hefur verið kölluð …
Á einni kunn­ustu mynd Ólafs K., sem hef­ur verið kölluð frétta­mynd 20. ald­ar á Íslandi, má sjá lög­reglu­menn með kylf­ur og hjálma hrekja and­stæðinga aðild­ar­inn­ar að Atlants­hafs­banda­lag­inu af Aust­ur­velli 30. mars 1949 Morg­un­blaðið/Ó​laf­ur K. Magnús­son

Í Ljós­mynda­safni Reykja­vík­ur eru varðveitt ljós­mynda­söfn ým­issa fréttamiðla fyrri tíðar og margra frétta­ljós­mynd­ara. Þegar safn Ólafs K. bæt­ist þar við get­ur safnið með enn betri hætti þjón­ustað ýmsa sem leita að mynd­efni frá seinni hluta tutt­ug­ustu ald­ar en Ólaf­ur tók marg­ar þekkt­ustu og mik­il­væg­ustu frétta- og mann­lífs­mynd­ir sem tekn­ar voru hér á landi á ára­tug­un­um um og eft­ir miðja síðustu öld. Hann var einn merk­asti frétta- og heim­ilda­ljós­mynd­ari þjóðar­inn­ar. 

„Við á safn­inu tök­um fagn­andi á móti þessu ein­stak­lega merka og mikla ljós­mynda­safni og erum þakk­lát bæði fjöl­skyldu Ólafs, sem og Morg­un­blaðinu, sem hef­ur varðveitt og sinnt safn­inu af metnaði um langa hríð,“ seg­ir Guðbrand­ur. Hann bæt­ir við að þegar séu hjá þeim ýmis merki­leg söfn frétta­ljós­mynd­ara og líta megi svo á „að safn Ólafs K. Magnús­son­ar sé sann­ar­lega komið á góðan stað, þar sem það verður opið og öll­um al­menn­ingi aðgengi­legt um ókomna tíð. En þar sem Ólaf­ur var frum­kvöðull á sviði frétta­ljós­mynd­un­ar hér á landi og afar af­kasta­mik­ill, þá má segja að hér bæt­ist hátt í tveir ára­tug­ir við mynd­ræna skrán­ingu sög­unn­ar, sem við varðveit­um á safn­inu. Það er mikið fagnaðarefni“.

Ólafur K. Magnússon mátar hatt Jóhannesar Kjarvals, sem fylgist með.
Ólaf­ur K. Magnús­son mát­ar hatt Jó­hann­es­ar Kjar­vals, sem fylg­ist með.

Eft­ir lát Ólafs var búið um filmusafn Ólafs á Morg­un­blaðinu sam­kvæmt ýtr­ustu kröf­um safna. Nú verða flutt­ar af blaðinu á Ljós­mynda­safnið um 140 filmu­möpp­ur, jafn marg­ar möpp­ur með snertiprent­um og um­tals­verður fjöldi prenta og ým­issa gagna frá ferli ljós­mynd­ar­ans. Unnið er að bók með helstu ljós­mynd­um Ólafs og um­fjöll­un um ævi hans og fer­il.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert