Telja 32 stunda vinnuviku ekki raunhæfa kröfu

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA
Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA

„Ég held að stutta svarið sé að við telj­um þetta ekki vera raun­hæfa kröfu,“ seg­ir Ragn­ar Árna­son, for­stöðumaður vinnu­markaðssviðs hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins, um kröfu sem flest eða öll stétt­ar­fé­lög iðnaðarmanna fara fram á um 32 stunda vinnu­viku.

Ragn­ar seg­ir stytt­ingu dag­vinnu­tíma mjög kostnaðarsama fyr­ir at­vinnu­lífið.

Val­kost­irn­ir séu að fram­leiða minna, með til­heyr­andi tekjutapi, eða greiða meiri yf­ir­vinnu með til­heyr­andi hækk­un launa­kostnaðar.

„Við höf­um verið að tala fyr­ir aukn­um sveigj­an­leika í kjara­samn­ing­um. Það get­ur al­veg falið í sér að gefa starfs­mönn­um kost á að vinna fjög­urra daga vinnu­viku fyr­ir þá sem það hent­ar,“ bæt­ir Ragn­ar við í sam­tali við mbl.is.

Sagt var frá því í Morg­un­blaðinu í dag að Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna, VM, hefði lagt fram kröfu­gerð sína um önn­ur atriði en launaliði fyr­ir viðsemj­end­ur SA í síðustu viku. Meðal helstu atriða var kraf­an um að vinnu­vik­an verði stytt í 32 klukku­stund­ir. 

Það sama á við um önn­ur fé­lög iðnaðarmanna, eft­ir því sem best er vitað. Virk­ur vinnu­tími fé­laga í VM er í dag 36 klukku­stund­ir. 

Frek­ar draga úr yf­ir­vinnu en að fækka dag­vinnu­stund­um

VM fer einnig fram á að yf­ir­vinnu­álag verði 1,15 pró­sent fyr­ir alla yf­ir­vinnu sem þýði að föst pró­senta verði 84 pró­sent. Þá eru gerðar kröf­ur um að aðfanga­dag­ur og gaml­árs­dag­ur verði frí­dag­ar launa­manna, sem og að frí­dag­ar sem lenda á helgi fær­ist yfir á næsta virka dag.

Ragn­ar seg­ir kröfu iðnaðarmanna um mikla hækk­un yf­ir­vinnu sam­hliða vinnu­tíma­stytt­ingu, svo ekki sé minnst á fimm aukafrí­daga á ári, gera það að verk­um að fyr­ir starfs­mann sem vinn­ur 36 stund­ir á viku hækki viku­laun hans um 20-25%.

Ragn­ar seg­ir SA einnig hafa talað fyr­ir lægra yf­ir­vinnu­álagi gegn hækk­un dag­vinnu­tíma­kaups.

„Mik­ill skort­ur er á iðnmenntuðu starfs­fólki og því nokkuð ljóst að fyr­ir­tæk­in þurfa að kaupa meiri yf­ir­vinnu af starfs­fólki ef til vinnu­tíma­stytt­ing­ar kem­ur.“

Spurður hvort ein­hver rök séu með frek­ari stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, þá eins og rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að færri stund­ir geti aukið af­köst, seg­ir Ragn­ar að yf­ir­vinna hafi auk­ist eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn, meðal ann­ars vegna skorts á iðnmenntuðu starfs­fólki.

„Ef það hefði tek­ist að auka svo mikið fram­leiðnina á hvern starfs­mann í Covid þá sæj­um við ekki þessa miklu aukn­ingu aft­ur í yf­ir­vinnu. En auðvitað eru öll fyr­ir­tæki að skoða hvernig hægt sé að auka fram­leiðni.“

„Í lífs­kjara­samn­ingn­um var búin til um­gjörð um samn­inga milli at­vinnu­rek­enda og launa­fólks um að setj­ast niður og ræða skipu­lag vinn­unn­ar með það að mark­miði að auka fram­leiðni á unna stund, sem þá gæti haft vinnu­tíma­stytt­ingu í för með sér.“

„Það er auðvitað aðferðin sem við vilj­um sjá að menn noti til þess að draga úr yf­ir­vinnu vegna þess að þannig verður raun­veru­leg­ur vinnu­tími stytt­ur; að yf­ir­vinna minnki.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert