„Því miður ekki allt saman satt og rétt“

Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Páll Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Ferðafé­lags Íslands, seg­ir fé­lagið munu senda frá sér yf­ir­lýs­ingu í há­deg­inu varðandi af­sögn Önnu Dóru Sæþórs­dótt­ur.

Fyrr í dag sagði hún af sér sem for­seti Ferðafé­lags Íslands og sömu­leiðis úr fé­lag­inu. Hún sagðist ekki getað starfað í fé­lagi þar sem stjórn­ar­hætt­ir og siðferðis­leg gildi, sem ganga þvert á henn­ar eig­in gildi, ráða ríkj­um.

„Það sem þarna kem­ur fram er því miður ekki allt sam­an satt og rétt,“ seg­ir Páll í sam­tali við mbl.is.

Þá tek­ur Gísli Már Gísla­son, stjórn­ar­maður í Ferðafé­lagi Íslands, und­ir með Páli og seg­ir gagn­rýn­ina sem Anna Dóra set­ur fram í upp­sagn­ar­bréf­inu ekki rétta. Hann kveðst þó ekki vilja tjá sig frek­ar.

Tóm­as hafi viljað fá Helga aft­ur

Í bréf­inu lýs­ir Anna Dóra því hvernig hún hafi tekið á mál­um er varða brot á siðaregl­um fé­lags­ins, áreitni og kyn­ferðis­legt of­beldi sem hafi leitt til þess að stjórn­ar­maður hafi sagt af sér. Hún seg­ir mik­inn ágrein­ing hafa komið upp í stjórn fé­lags­ins varðandi meðhöndl­un mál­anna og bend­ir á að góðvin­ur fyrr­ver­andi stjórn­ar­manns­ins hafi viljað að hann fengi aft­ur að starfa hjá fé­lag­inu.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður­inn Helgi Jó­hann­es­son og góðvin­ur­inn Tóm­as Guðbjarts­son, hjarta­lækn­ir og stjórn­ar­maður í Ferðafé­lagi Íslands.

Helgi hætti störf­um sem yf­ir­lög­fræðing­ur hjá Lands­virkj­un í fyrra eft­ir að starfsmaður fyr­ir­tæk­is­ins kvartaði yfir hegðun hans. Skömmu síðar sagði hann sig úr stjórn Ferðafé­lags Íslands.

Ekki náðist í Tóm­as Guðbjarts­son við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

Upp­fært:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert