Tilkynnt tjón nema tugum milljóna

Austurland fór sérstaklega illa út úr óveðrinu um helgina.
Austurland fór sérstaklega illa út úr óveðrinu um helgina. Ljósmynd/ Helgi Haraldsson

Jó­hann Þórs­son, for­stöðumaður markaðsmá­la og for­varna hjá Sjóvá, seg­ir trygg­inga­fé­lagið hafa fundið fyr­ir óveðri helgar­inn­ar og að strax sé ljóst að tjónið nemi tug­um millj­óna.

„Við fund­um al­veg fyr­ir veðrinu. Til­kynn­ing­ar um tjón fóru að ber­ast á laug­ar­deg­in­um og staðsetn­ing­ar til­kynn­ing­anna fylgdu veðrinu um landið. Þetta byrjaði hérna í borg­inni og fór svo aust­ur eft­ir land­inu.“

Tölu­verður fjöldi til­kynn­inga hafi borist, bæði í fyrra­dag og í gær, og í gær bár­ust flest­ar til­kynn­ing­ar frá Aust­ur­landi. Bæði hafi verið til­kynnt um tjón á hús­um og bíl­um.

„Við get­um ekki áætlað end­an­leg­an tjóns­kostnað enn þá. Fólk hef­ur rúm­an tíma til að til­kynna og er að meta það hversu stórt tjónið er. En það er strax ljóst að þetta nem­ur tug­um millj­óna.“

Þá sagði hann að ekki væri farið að bera þetta sam­an við aðrar nátt­úru­ham­far­ir eða óveður.

Erla Tryggva­dótt­ir, sam­skipta­stjóri hjá VÍS, sagði hins veg­ar að enn sem komið væri hefðu aðeins tíu til­kynn­ing­ar borist fé­lag­inu í kjöl­far óveðurs­ins.

Nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka