Tómas tjáir sig um ásakanir Önnu Dóru

Tómas Guðbjartsson
Tómas Guðbjartsson Rax / Ragnar Axelsson

Tóm­as Guðbjarts­son, lækn­ir og stjórn­ar­maður í Ferðafé­lagi Íslands, hef­ur fundið sig knú­inn til að tjá sig vegna ásak­ana af hálfu fyrr­ver­andi for­seta fé­lags­ins, Önnu Dóru Sæþórs­dótt­ur, í kjöl­far af­sagn­ar henn­ar. 

„Ég hef aldrei lagt til að fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður tæki aft­ur sæti í stjórn fé­lags­ins, eða kraf­ist þess að hann komi aft­ur til starfa fyr­ir fé­lagið. Hann hef­ur held­ur ekki kraf­ist þess og var nýr stjórn­ar­maður kos­inn í hans stað á síðasta aðal­fundi fé­lags­ins,“ skrif­ar Tóm­as í færslu á face­booksíðu sinni. 

Taldi rétt að er­indið fengi form­lega um­fjöll­un

Hann seg­ir að um­rædd­ur stjórn­ar­maður hafi sent stjórn fé­lags­ins er­indi síðastliðið vor þar sem hann óskaði eft­ir því að fá að út­skýra sína hlið á skyndi­legu brott­hvarfi úr stjórn í nóv­em­ber 2021. 

Taldi ég á stjórn­ar­fundi rétt að er­indið fengi form­lega um­fjöll­un stjórn­ar, sem for­seti taldi ekki ástæðu til, en mér var falið að koma á óform­leg­um fundi sem for­seti hugðist ekki sækja.

Tóm­as seg­ir viðskilnað for­seta við stjórn og fram­kvæmda­stjóra Ferðafé­lags Íslands sorg­legt mál, ekki síst fyr­ir Ferðafé­lag Íslands. Staðreynd­um sé snúið á hvolf og umræðan færð frá þeim al­var­lega sam­skipta­vanda sem litað hafi störf stjórn­ar síðastliðið ár.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert