Verður endurreist á nýjum stað

Miklar skemmdir urðu þegar hið sögufræga bryggjuhús Angró á Seyðisfirði …
Miklar skemmdir urðu þegar hið sögufræga bryggjuhús Angró á Seyðisfirði féll saman í óveðrinu sem geisaði á Austurlandi um helgina. Ljósmynd/Helgi Haraldsson

Stefnt er að því að hið sögufræga bryggjuhús Angró á Seyðisfirði, sem féll saman í óveðrinu sem geisaði á Austurlandi um helgina, verði tekið í sundur, því bjargað sem bjargað verður og það að endingu reist á nýjum stað í bænum.

Pétur H. Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, sagði í samtali við Morgunblaðið að unnið væri að því að gera áætlun um hvernig ætti að taka húsið niður. „Húsið verður tekið niður og allt heillegt efni verður sett í gáma og geymt þar til húsið verður endurbyggt á ný. Það er ljóst að það þarf að hafa hraðar hendur því það getur orðið foktjón.“

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert