Lögreglan hefur boðað til upplýsingafundar um rannsókn lögreglu á ætluðum undirbúningi að hryðjuverkum, klukkan 15.03.
Tveir menn eru í gæsluvarðhaldi og rennur gæsluvarðhald yfir öðrum þeirra út á morgun. Lögregla mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir þeim manni.
Gæsluvarðhald yfir hinum manninum rennur út í næstu viku og kemur ekki fram í fundarboði lögreglu hvort krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir honum.