Ákæruvaldið hefur farið fram á þyngri refsingu yfir Angeljin Sterkasj, sem var dæmdur fyrir að hafa orðið Armando Beqirai að bana við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík í fyrra. Sterkaj hlaut 16 ára dóm en ákæruvaldið fer fram á 18-20 ára dóm.
Þetta kemur fram á vef Rúv, en aðalmeðferð fór fram í málinu í dag í Landsrétti, en ríkissaksóknari áfrýjaði í nóvember sl. dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 21. október í fyrra.
Sterkaj hlaut 16 ára fangelsi fyrir morðið á Beqirai, sem fyrr segir, en þau Sheptim Qerimi, Claudia Sofia Coelho Carvalho og Murat Selivrada voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.
Málið allt var mjög umfangsmikið og tók aðalmeðferð þess fyrir héraðsdómi talsverðan tíma. Lögregluskýrsla um málið taldi um 2.000 blaðsíður og vitnin sem komu fyrir dómara við aðalmeðferðina skiptu tugum.
Angjelin Sterkaj var eini sakborningurinn sem hafði þegar játað að hafa orðið Armando Beqirai að bana þann 13. febrúar síðastliðinn að heimili þess síðarnefnda í Rauðagerði. Angjelin segir að morðið á Armando hafi verið nauðvörn.