Fer fram á 18-20 ára fangelsi

Angj­el­in Sterkaj, sem sést hér fyrir miðri mynd, hlaut 16 …
Angj­el­in Sterkaj, sem sést hér fyrir miðri mynd, hlaut 16 ára dóm í fyrra fyrir manndráp. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákæru­valdið hef­ur farið fram á þyngri refs­ingu yfir Ang­elj­in Sterka­sj, sem var dæmd­ur fyr­ir að hafa orðið Arm­ando Beqirai að bana við heim­ili sitt í Rauðagerði í Reykja­vík í fyrra. Sterkaj hlaut 16 ára dóm en ákæru­valdið fer fram á 18-20 ára dóm. 

Þetta kem­ur fram á vef Rúv, en aðalmeðferð fór fram í mál­inu í dag í Lands­rétti, en rík­is­sak­sókn­ari áfrýjaði í nóv­em­ber sl. dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur sem féll 21. októ­ber í fyrra. 

Sterkaj hlaut 16 ára fang­elsi fyr­ir morðið á Beqirai, sem fyrr seg­ir, en þau Sheptim Qerimi, Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho og Murat Selivrada voru sýknuð af kröf­um ákæru­valds­ins.

Málið allt var mjög um­fangs­mikið og tók aðalmeðferð þess fyr­ir héraðsdómi tals­verðan tíma. Lög­reglu­skýrsla um málið taldi um 2.000 blaðsíður og vitn­in sem komu fyr­ir dóm­ara við aðalmeðferðina skiptu tug­um.

Angj­el­in Sterkaj var eini sak­born­ing­ur­inn sem hafði þegar játað að hafa orðið Arm­ando Beqirai að bana þann 13. fe­brú­ar síðastliðinn að heim­ili þess síðar­nefnda í Rauðagerði. Angj­el­in seg­ir að morðið á Arm­ando hafi verið nauðvörn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert