Í dag er spáð hæglætisveðri á landinu. Þá verður hæg suðlæg eða breytileg átt og dálítil væta á víð og dreif en lengst af verður þó þurrt á Norðurlandi. Spáð er 5 til 11 stiga hita.
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands en þar segir aftur á móti að á morgun nálgist lægð úr suðvestri.
Á morgun gengur í austan og suðaustankalda eða stinningskalda með rigningu allvíða. Síðdegis má svo búast við allhvössum vindstrengjum sunnan til á landinu. Hins vegar verður yfirleitt þurrt fram á kvöld á norðaustanverðu landinu.