Tvær farþegaflugvélar skullu saman á akbrautinni á Heathrow-flugvelli í London rétt í þessu.
Samkvæmt fyrstu fregnum keyrði Boeing 777-flugvél Korean Air á Boeing 757-flugvél Icelandair við akstur á flugbrautinni.
Breska blaðið Daily mail greinir frá þessu.
Viðbragðsaðilar flýttu sér að vélunum eftir að áreksturinn átti sér stað en ekki er talið að neinn hafi slasast við atvikið. Talið er að vængur vélar Korean Air hafi rekist á vél Icelandair og skrapað vélina við það.
Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af viðbragðsaðilum á flugbrautinni en viðbúnaður er þó nokkur.
Is this normal for Heathrow? Got to be 4 or 5 different emergency service vehicle with blue lights flashing on the tarmac. pic.twitter.com/IkNmGkFTC4
— Steve Smith - Broke Britannia (@BrokeBritannia) September 28, 2022
We scraped the tail of an icelandair. Still sat at the gate pic.twitter.com/1jCoaYrC92
— ashley (@ashley50439353) September 28, 2022