„Logar algjörlega stafna á milli“

Slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar eru að störf­um á staðnum en …
Slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar eru að störf­um á staðnum en fólk er ekki talið í hættu. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

„Húsið logar algjörlega stafna á milli. Það brennur bókstaflega allt þarna sem brunnið getur,“ segir Sigurður Aðalsteinsson, fréttaritari mbl.is, sem staddur er á Egilsstöðum. Þar logar mik­ill eldur í stóru atvinnuhúsnæði sem hýsir bæði efnalaug og verslun.

Fréttaritari mbl.is er á vettvangi.
Fréttaritari mbl.is er á vettvangi. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Alelda á skömmum tíma

Dimman reykjarmökk leggur yfir bæinn og heyrast sprengingar með reglulegu millibili úr húsnæðinu enda mikill eldsmatur þar. Þá hefur kviknað í bíl sem stóð við hlið hússins þegar eldurinn braust út. 

Sjónarvottar segja húsið, sem er um 50 metra langt, hafa orðið alelda á mjög skömmum tíma – eða á 10 til 20 mínútum. Þá eru bitar farnir að hrynja úr hliðum þess og lítur allt út fyrir að altjón verði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert