„Logar algjörlega stafna á milli“

Slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar eru að störf­um á staðnum en …
Slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar eru að störf­um á staðnum en fólk er ekki talið í hættu. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

„Húsið log­ar al­gjör­lega stafna á milli. Það brenn­ur bók­staf­lega allt þarna sem brunnið get­ur,“ seg­ir Sig­urður Aðal­steins­son, frétta­rit­ari mbl.is, sem stadd­ur er á Eg­ils­stöðum. Þar log­ar mik­ill eld­ur í stóru at­vinnu­hús­næði sem hýs­ir bæði efna­laug og versl­un.

Fréttaritari mbl.is er á vettvangi.
Frétta­rit­ari mbl.is er á vett­vangi. mbl.is/​Sig­urður Aðal­steins­son

Al­elda á skömm­um tíma

Dimm­an reykjar­mökk legg­ur yfir bæ­inn og heyr­ast spreng­ing­ar með reglu­legu milli­bili úr hús­næðinu enda mik­ill elds­mat­ur þar. Þá hef­ur kviknað í bíl sem stóð við hlið húss­ins þegar eld­ur­inn braust út. 

Sjón­ar­vott­ar segja húsið, sem er um 50 metra langt, hafa orðið al­elda á mjög skömm­um tíma – eða á 10 til 20 mín­út­um. Þá eru bit­ar farn­ir að hrynja úr hliðum þess og lít­ur allt út fyr­ir að altjón verði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert