Í gær fór fram stór ráðstefna á Hótel Reykjavík Natura um samstarf Orkustofnunar og sambærilegra stofnana í Póllandi á sviði endurnýtanlegrar orku. Ráðstefnan er hluti verkefnis sem hófst 2021 og stendur fram í byrjun ársins 2024 og er styrkt af Uppbyggingarsjóði EES.
Ráðstefnan er annar þáttur verkefnisins, en í maí sl. var haldið kynningarnámskeið í Póllandi þar sem færri komust að en vildu. Baldur Pétursson, verkefnastjóri hjá Orkuveitunni, segir verkefnið hugsað sem undirbúning að því að byggja upp aukið samstarf tiltekinna stofnana á Íslandi og í Póllandi.
„Jarðhiti er á ákveðnum svæðum í Póllandi og þeir vilja nýta hann betur enda ástæðan brýn í ljósi loftslagsmála, orkuöryggis og orkuverðs. Kol eru ennþá mikið nýtt í landinu og því gríðarleg verkefni framundan í orkumálum.“
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.