Segir frumvarpið óhugnanlegt

Þórhildur gagnrýnir einnig að ekkert raunverulegt sjálfstætt eftirlit sé með …
Þórhildur gagnrýnir einnig að ekkert raunverulegt sjálfstætt eftirlit sé með störfum lögreglu hér á landi.

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, seg­ist mót­fall­in öll­um ákvæðum nema einu í nýju frum­varpi sem á að veita lög­reglu aukn­ar og for­virk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir.

„Það sem er mjög skýrt í þessu frum­varpi er að þess­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir, sem verið er að leggja til að lög­regl­an fái, bein­ist að fólki sem er ekki grunað einu sinni um að vera að und­ir­búa brot,“ seg­ir Þór­hild­ur Sunna í sam­tali við mbl.is.

„Það er það sem er óhugn­an­leg­ast við þetta. Vilj­um við að lög­regl­an fái heim­ild­ir til að njósna um fólk sem ekki er grunað um að gera neitt sak­næmt?“

Þurfa ekki að vera grunaðir

Í drög­um að frum­varpi um af­brota­varn­ir sem lagt var fram í vor er meðal ann­ars ákvæði um að lög­regl­an geti haft eft­ir­lit með ein­stak­ling­um sem ekki eru grunaðir um að und­ir­búa af­brot né hafa framið af­brot, svo framar­lega sem hún telji viðkom­andi hafa tengsl við skipu­lagða brot­a­starf­semi eða að af þeim kunni að stafa sér­greind hætta fyr­ir al­manna­ör­yggi.

Þór­hild­ur seg­ir mik­il­væg­asta mun­inn á þeim heim­ild­um sem lög­regl­an hef­ur í dag og í því sem fram kem­ur í drög­un­um, er að núna þurfi lög­regl­an í það minnsta að hafa ein­hvern grun um að brot sé annað hvort í und­ir­bún­ingi eða að það hafi verið framið. 

„Það sem lög­regl­an get­ur gert er að hún get­ur fengið ábend­ingu ein­hvers staðar frá um að ein­hver sé með tengsl við skipu­lagða glæp­a­starf­semi. Er það nóg sam­kvæmt þess­um drög­um að nýju frum­varpi til að lög­regl­an geti elt ein­stak­ling eða hópa á milli staða. Hún má taka af viðkom­andi mynd­ir og mynd­bönd án þess að viðkom­andi viti af því og má afla allra upp­lýs­inga um fólk frá op­in­ber­um stofn­un­um, þar með talið heil­brigðis­stofn­un­um,“ seg­ir Þór­hild­ur.

Þá kem­ur fram að lög­reglu verði heim­ilt að fylgj­ast með og skrá upp­lýs­ing­ar um það sem birt­ist á opn­um vefsíðum, þar með talið á sam­fé­lags­miðlum, um­ferð þar og ein­stak­ling­um. Lög­regl­an má þá vakta staði sem hún tel­ur vera lík­legri til að verða vett­vang­ur af­brota.

Þór­hild­ur seg­ist ósam­mála öll­um ákvæðum í drög­un­um sem birt voru í sam­ráðsgátt í vor, nema einu, sem lög­fest­ir rétt lög­reglu til að vopn­bú­ast.

Dóms­málaráðherra seg­ir frum­varpið til­búið

Jón Gunn­ars­son, dóms­málaráðherra, sagði á dög­un­um að frum­varp um af­brota­varn­ir eða for­virk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir lög­reglu væri til­búið í dóms­málaráðuneyt­inu.

Nýja frum­varpið hef­ur ekki verið gert aðgengi­legt, en ekki er vitað hvort eða á hvaða hátt það sé frá­brugðið þeim drög­um sem birt hafa verið. Jón sagði í sam­tali við Vísi í gær að umræða um frum­varpið bæri keim af áróðri. Þór­hild­ur seg­ist ekki eiga von á að það verði mjög frá­brugðið drög­un­um frá því í vor.

„Það sem trufl­ar mig við þessa umræðu núna er að við erum að tala eitt­hvað út í loftið um eft­ir­lits­heim­ild­ir lög­reglu. Það sem ég hafði í hönd­un­um voru drög að frum­varpi frá dóms­málaráðherra þar sem fyr­ir­ætlan­ir eru mjög skýr­ar.

Um leið og við erum far­in að tala skýrt um hvað stend­ur til er sagt að þetta verði ekk­ert svona. Að þetta plan sem hafi verið lagt hingað til sé bara ein­hver æf­ing. Við eig­um eft­ir að sjá hvað kem­ur út úr þessu en ég ef­ast um að það verði eitt­hvað mikið öðru­vísi.“

Ekk­ert sjálf­stætt eft­ir­lit

Þór­hild­ur gagn­rýn­ir einnig að ekk­ert raun­veru­legt, sjálf­stætt eft­ir­lit sé haft með störf­um lög­reglu hér á landi. 

„Ég vísa þar í end­ur­tek­in bréf frá rík­is­sak­sókn­ara til rík­is­lög­reglu­stjóra þar sem sá fyrr­nefndi grát­biður í raun rík­is­lög­reglu­stjóra um að lúta því eft­ir­liti sem lög­regl­an á að lúta þegar kem­ur að hler­un­um og öðru slíku, og hvernig lög­reglu­stjór­inn svar­ar ekki,“ seg­ir Þór­hild­ur.

Bréf þessi eru rituð á ár­un­um 2017-2020. Í bréfi frá ár­inu 2020 seg­ir meðal ann­ars:

„Verður rík­is­sak­sókn­ari enn og aft­ur að lýsa von­brigðum með að fyr­ir­spurn­um hans sé ekki svarað en þess­ar taf­ir á nauðsyn­leg­um breyt­ing­um á hug­búnaði hamla rík­is­sak­sókn­ara í að sinna eft­ir­lits­skyld­um sín­um með viðun­andi hætti.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert