Sér töluvert á vél Icelandair

Vél Korean Air rakst á vél Icelandair á Heathrow-velli í …
Vél Korean Air rakst á vél Icelandair á Heathrow-velli í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var svo­lítið skrýtið. Við sát­um bara í vél­inni úti á flug­braut, ná­lægt flug­stöðvar­bygg­ing­unni,“ seg­ir Sigrún Dóra, farþegi í vél Icelanda­ir. Vél Kor­e­an Air rakst utan í hana á Heathrow-flug­velli í London í kvöld.

„Við vor­um að bíða eft­ir því að kom­ast að hliðinu og þá hrist­ist allt og við fund­um fyr­ir ókyrrð í loft­inu. Vin­kona mín sem sat við glugg­ann sá hina vél­ina keyra fram hjá.“ Seg­ir hún að svo virt­ist sem vél Kor­e­an Air hafi farið í gegn­um stél Icelanda­ir-vél­ar­inn­ar.

Sigrún Dóra lenti ásamt vinkonu sinni í kvöld eftir að …
Sigrún Dóra lenti ásamt vin­konu sinni í kvöld eft­ir að vél Icelanda­ir rakst utan í vél Kor­e­an Air. Ljós­mynd/​Aðsend

Hafa ekki fengið far­ang­ur­inn

„Henni datt ekk­ert í hug að hún hefði skemmt vél­ina. Flug­stjór­inn var bú­inn að segja að það þyrfti að bíða til þess að kom­ast að hliðinu. Þá sátu all­ir ró­leg­ir og voru að bíða eft­ir að ljós­in slokknuðu til þess að geta staðið upp. Loks­ins kom­um við að hliðinu og stóðum upp og þá sá vin­kona mín út um glugg­ann lita­dýrðina af ljós­un­um og bíl­un­um og öllu,“ seg­ir Sigrún.

Farþegar hafa ekki fengið far­ang­ur­inn sinn aft­ur að sögn Sigrún­ar og kom hún og vin­kona henn­ar því við í versl­un­inni Tesco áður en á hót­elið var komið, til þess að kaupa nauðsynj­ar. „Við þurft­um ekki að fylla út nein eyðublöð,“ seg­ir Sigrún og bæt­ir við að upp­lýs­inga­gjöf Icelanda­ir sé veru­lega ábóta­vant.

„Ég hugsa bara til fólks­ins sem var komið að hliðinu og átti að fara um borð í vél­ina til þess að fljúga til Íslands,“ seg­ir Sigrún í lok­in, en sá hóp­ur gat ekki flogið með vél­inni eft­ir árekst­ur­inn enda sér tölu­vert á stél­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert