Mikill eldur logar í verslun og þvottahúsi Vasks á Egilsstöðum. Slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar eru að störfum á staðnum. Fólk er ekki talið í hættu.
Þetta staðfestir Guðmundur Björnsson Hafþórsson, eldvarnareftirlitsmaður Brunavarna á Austurlandi. „Þetta gerðist hratt,“ segir hann.
Lögregla telji að fólk hafi þó náð að forða sér áður en eldurinn breiddist út.
Eldur logar einnig í nokkrum bifreiðum fyrir utan húsið en Landsnet er staðsett í hinum enda þess.
Vaskur er þvottahús, efnalaug og verslun með hreinlætisvörur, skrifstofuvörur, hljóðfæri, víngerðarefni, búsáhöld, leikföng og hannyrðavörur.
Uppfært: