„Það sluppu allir ómeiddir úr húsinu“

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

All­ir sluppu ómeidd­ir úr hús­næði þvotta­húss­ins Vasks á Eg­ils­stöðum þegar eld­ur braust út fyrr í dag. Þetta kem­ur fram í færslu fyr­ir­tæk­is­ins á Face­book. Efna­laug og versl­un er í hús­næðinu og varð það fljótt al­elda eft­ir að eld­ur kviknaði.

Ekki kem­ur fram í færsl­unni hversu marg­ir voru í hús­næðinu þegar eld­ur­inn kom upp en sjón­ar­vott­ur á vett­vangi seg­ir þrjá hafa komið hlaup­andi út úr hús­inu þegar ljóst varð að kviknað hefði í.

Okk­ur þykir mjög leiðin­legt og sárt að sjá fyr­ir­tækið okk­ar fara svona illa. En það sluppu all­ir ómeidd­ir úr hús­inu,“ seg­ir í færslu Vasks.

Fólk beðið um að fljúga ekki drón­um 

Unnið er nú að því að hefta eld­inn og koma í veg fyr­ir að hann dreif­ist. Tals­vert mik­ill tækja­búnaður er á vett­vangi og er lög­regla með dróna á lofti til aðstoðar við slökkvistarf, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar á Aust­ur­landi.

Er fólk vin­sam­leg­ast beðið um að vera ekki með dróna á lofti ná­lægt vett­vangi meðan slökkvistarf stend­ur yfir.

Búið er að loka aðliggj­andi göt­um og eru íbú­ar í ná­grenn­inu beðnir um að loka glugg­um á hús­um sín­um. Þá eru þeir jafn­framt beðnir um að sýna þol­in­mæði og skiln­ing.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert