Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, lagði í gær fram þingsályktunartillögu er kveður á um ókeypis getnaðarvarnir fyrir einstaklinga yngri en 25 ára.
Samkvæmt tillögunni yrði heilbrigðisráðherra falið að gera getnaðarvarnirnar aðgengilegar fyrir fólkið því að kostnaðarlausu.
„Bágar fjárhagslegar aðstæður geta komið í veg fyrir að ungt fólk noti getnaðarvarnir, sérstaklega dýrari gerðir þeirra sem teljast bera meiri árangur til lengri tíma. Ungt fólk á að eiga kost á því að nota getnaðarvarnir án þess að hafa áhyggjur af kostnaði. Til eru sögur af einstaklingum sem kjósa að sleppa getnaðarvörnum til að spara pening,“ segir í þingsályktunartillöguni.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.