„Við vorum stopp og síðan bara hristist allt“

50 menntskælingar í Verzlunarskóla Íslands bíða nú á Heathrow-flugvellinum í …
50 menntskælingar í Verzlunarskóla Íslands bíða nú á Heathrow-flugvellinum í Lundúnum án farangurs. Ljósmynd/Aðsend

„Þau sem voru vinstra meg­in í flug­vél­inni sjá ein­hverja flug­vél og voru bara að pæla hvort hún ætlaði ekk­ert að stoppa. Síðan fann maður bara hrist­ing.“ Þetta seg­ir Erna Sól­veig Sverr­is­dótt­ir en hún var ein farþega í Icelanda­ir-flug­vél­inni sem önn­ur flug­vél rakst á rétt fyr­ir klukk­an átta í kvöld, á Heathrow-flug­velli í Lund­ún­um.

Að sögn Ernu voru hún og aðrir farþegar í vél­inni að bíða eft­ir því að flug­vél­in kæm­ist að hliðinu þegar væng­ur flug­vél­ar Kor­e­an Air skall á stél­inu á flug­vél Icelanda­ir. 

„Við vor­um stopp og síðan bara hrist­ist allt.“

Skrít­in upp­lif­un

Að mati Ernu var þetta ein­stak­lega skrít­in upp­lif­un en hún seg­ir að farþegum hafi verið mikið brugðið við þetta. 

„Það voru samt ein­hverj­ir sem sáu þetta svo við viss­um öll strax hvað gerðist,“ seg­ir Erna, feg­in að vera laus við alla óvissu um hvað olli hrist­ingn­um.

50 mennt­skæl­ing­ar í vél­inni

Erna hef­ur nú beðið eft­ir far­angri sín­um á flug­vell­in­um í Heathrow í tvær klukku­stund­ir ásamt 50 öðrum krökk­um á sín­um aldri. Þau eru öll í sam­eig­in­legri ferð á veg­um Verzl­un­ar­skóla Íslands. Ferðin er part­ur af sér­stök­um Harry Potter-valáfanga og eru því kenn­ar­ar úr Verzl­un­ar­skól­an­um með í för.

Þau fengu ný­lega þær fregn­ir frá Icelanda­ir að þau ættu að yf­ir­gefa völl­inn og að ekki væri von á far­angr­in­um í kvöld. 

„Stund­um er búið að segja að við eig­um að fá þær en síðan kom ann­ar og sagði að við mynd­um ekki fá þær. Kenn­ar­arn­ir vita meira að segja ekki neitt,“ seg­ir Erna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert