200 milljóna styrkur til rannsóknarverkefnis

Pétur segir að ávinningur verkefnisins fyrir vísindin sé að skilja …
Pétur segir að ávinningur verkefnisins fyrir vísindin sé að skilja betur grundvallarferla sem stjórna genatjáningu og frumuákvörðunum. AFP/Ahmad Gharabli

Evr­ópska rann­sókn­ar­ráðið (ERC) hef­ur veitt vís­inda­hópi und­ir for­ystu Pét­urs Orra Heiðars­son­ar rúm­lega 200 millj­óna króna styrk til rann­sókna­verk­efn­is. Verk­efnið miðar að því að öðlast betri skiln­ing á þeim þátt­um sem ráða því hvernig hægt sé að breyta einni teg­und frumu í aðra, að því að seg­ir í til­kynn­ingu frá Há­skóla Íslands.

Verk­efnið heit­ir PI­O­NEER og er al­farið stýrt við HÍ und­ir hatti Raun­vís­inda­stofn­un­ar há­skól­ans.

„Pró­tín­in sem nefn­ast frum­kvöðla-um­rit­un­arþætt­ir hafa afar sér­staka eig­in­leika sem gera þeim kleift að opna það erfðaefni sem er lokað og gera þannig gen sem eru mik­il­væg í þrosk­un­ar­ferli líf­vera aðgengi­leg á ný.

Þess­ir eig­in­leik­ar pró­tín­anna hafa ný­lega verið beislaðir til þess að breyta teg­und frumu úr einni í aðra. Það er kallað frumu­end­ur­for­rit­un og gæti valdið bylt­ingu í frumu- og genameðferðum í lækn­is­fræði,“ er haft eft­ir Pétri í til­kynn­ing­unni.

Hann seg­ir að ávinn­ing­ur verk­efn­is­ins fyr­ir vís­ind­in sé að skilja bet­ur grund­vall­ar­ferla sem stjórna gena­tján­ingu og frumu­ákvörðunum, þ.e. hvaða ferl­ar leiða til þess að stofn­fruma verður að skil­greindri frumu líkt og hjartafrumu eða tauga­frumu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert