Ættum að vona að fleiri fari á ADHD-lyf

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:27
Loaded: 11.30%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:27
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Hrann­ar Björn Arn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri ADHD-sam­tak­anna, seg­ir sorg­legt að umræða um ADHD-lyf sé oft á tíðum á nei­kvæðum nót­um, við ætt­um frem­ur að fagna því að fleiri sæki sér lyf gegn rösk­un­inni. 

Um fimm pró­sent full­orðinna nota lyf­in og um 20 pró­sent fleiri tóku út lyf­in árið 2021 sam­an­borið við árið á und­an.

Seg­ir Hrann­ar hækk­un­ina „heil­brigðis­merki“. Lang­minnst­ur hluti ADHD-greindra noti lyf en um sé að ræða „lífs­björg“ fyr­ir ákveðinn hóp. 

„Höf­um í huga, ef að okk­ur fleyg­ir áfram fram á næstu árum, þá mun þessi tala hækka ennþá meira.“ Þúsund­ir bíði enn eft­ir grein­ingu.

Hrann­ar og Vil­hjálm­ur Hjálm­ars­son, formaður sam­tak­anna, voru gest­ir í Dag­mál­um, frétta- og menn­ing­ar­lífsþætti Morg­un­blaðsins.

„Það er alltaf túlkað sem eitthvað neikvætt – að eitthvað …
„Það er alltaf túlkað sem eitt­hvað nei­kvætt – að eitt­hvað hræðilegt sé að ger­ast í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Hrann­ar. mbl.is/Á​gúst Óli­ver

Umræðan far­in að breyt­ast

„Það er alltaf túlkað sem eitt­hvað nei­kvætt – að eitt­hvað hræðilegt sé að ger­ast í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Hrann­ar.

Segj­ast þeir þó báðir finna fyr­ir því að umræðan sé far­in að taka stakka­skipt­um, sem þeir fagna. Fyrr í vik­unni birt­ist aðsend grein á Vísi þar sem rak­in var töl­fræði um gagn lyfja­gjaf­ar við taugaþroskarösk­un­inni. 

„[Hækk­un­in] sýn­ir að við séum að ná ár­angri í því að fólk horf­ist í augu við sjálft sig, fái grein­ing­ar og glími við þær á þann hátt sem að hent­ar því best.“

Hrannar og Vilhjálmur voru gestir Dagmála.
Hrann­ar og Vil­hjálm­ur voru gest­ir Dag­mála. mbl.is/Á​gúst Óli­ver
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert