Áhrif brunans mikil – þvotturinn sendur á Höfn

Húsnæði versl­un­ar- og þvotta­hús­næðis Vasks gjöreyðilagðist í brunanum.
Húsnæði versl­un­ar- og þvotta­hús­næðis Vasks gjöreyðilagðist í brunanum. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Áhrif vegna brun­ans í versl­un­ar- og þvotta­hús­næði Vasks eru mik­il á hót­el­starf­semi á Eg­ils­stöðum. Vask­ur er eitt helsta þjón­ustu­fyr­ir­tæki Hotel 1001 Nott á Eg­ils­stöðum þar sem all­ur þvott­ur er send­ur í þvotta­hús Vasks. Til þess að halda hót­el­inu gang­andi þarf nú að keyra í tæp­ar þrjár klukku­stund­ir til þjón­ustuaðila á Höfn í Hornafirði með þvott­inn á meðan lausn verður fund­in. 

Hreint á rúm­um

„Þetta hef­ur mik­il áhrif á okk­ur en við erum með fullt hót­el alla daga þannig að við þurf­um að bjarga okk­ur og för­um næstu daga með þvott­inn til þjón­ustuaðila á Höfn í Hornafirði. Þetta eru 35 rúm sem þarf að skipta á dag­lega og það er því eng­in leið fyr­ir okk­ur að bjarga okk­ur með venju­leg­um þvotta­vél­um og þurrk­ur­um. Þetta verður að vera í þvotta­húsi sem er með all­ar nauðsyn­leg­ar græj­ur,“ seg­ir Krist­ín, hót­el­stýra og eig­andi Hotel 1001 Nott.

Starfsmenn Hotel 1001 Nott þurfa að keyra langa leið til …
Starfs­menn Hotel 1001 Nott þurfa að keyra langa leið til þjón­ustuaðila á Höfn í Hornafirði með þvott­inn. Ljós­mynd/​Google Maps

Standa við skuld­bind­ing­ar gagn­vart gest­um

Krist­ín seg­ir mik­inn sam­hug ríkja á Eg­ils­stöðum og finni þau fyrst og fremst til með eig­end­um Vasks.

„Það er gríðarlega mik­il­vægt að við höld­um áfram okk­ar striki og fór­um við strax í að finna lausn. Það er einnig gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir ferðaþjón­ust­una á Íslandi að hægt sé að treysta á gist­ingu sem hef­ur verið bókuð."

Mikill samhugur er á meðal íbúa á Egilsstöðum með eigendum …
Mik­ill sam­hug­ur er á meðal íbúa á Eg­ils­stöðum með eig­end­um Vasks. mbl.is/​Sig­urður Aðal­steins­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert