Kona hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa beitt sjö börn andlegum refsingum og ógnunum í störfum sínum á leikskóla.
RÚV greinir frá, en þar segir að konan hafi beitt börnin harðræði um nokkurra mánaða skeið frá því í lok árs 2020 og þar til í mars 2021, en meðal annars er nefnt að hún hafi sýnt börnunum yfirgang og ruddalegt athæfi, sært þau og móðgað. Er sérstaklega tilgreint að hún hafi tekið um háls og úlnliði þeirra, klórað þau og klipið í andlit, maga og síðu, auk þess að slá á handarbök þeirra.
Samtals er um að ræða sjö börn, en forráðamenn þeirra krefjast 1,5 milljónar hvert fyrir hönd barnanna.