Ákærð fyrir að beita börn harðræði í leikskóla

Konan er ákærð fyrir að beita sjö börn á leikskóla …
Konan er ákærð fyrir að beita sjö börn á leikskóla harðræði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kona hef­ur verið ákærð af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir að hafa beitt sjö börn and­leg­um refs­ing­um og ógn­un­um í störf­um sín­um á leik­skóla.

RÚV grein­ir frá, en þar seg­ir að kon­an hafi beitt börn­in harðræði um nokk­urra mánaða skeið frá því í lok árs 2020 og þar til í mars 2021, en meðal ann­ars er nefnt að hún hafi sýnt börn­un­um yf­ir­gang og rudda­legt at­hæfi, sært þau og móðgað. Er sér­stak­lega til­greint að hún hafi tekið um háls og úlnliði þeirra, klórað þau og klipið í and­lit, maga og síðu, auk þess að slá á hand­ar­bök þeirra.

Sam­tals er um að ræða sjö börn, en for­ráðamenn þeirra krefjast 1,5 millj­ón­ar hvert fyr­ir hönd barn­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert