Ákærðir fyrir frelsissviptingu í Laugardal

Héraðssaksóknari gefur út ákæru í málinu.
Héraðssaksóknari gefur út ákæru í málinu. mbl.is/Hjörtur

Tveir karl­menn, ann­ar á þrítugs­aldri og hinn tæp­lega fer­tug­ur, hafa verið ákærðir fyr­ir frels­is­svipt­ingu og rán með því að hafa svipt karl og konu frelsi sínu í um klukku­stund í apríl 2020.

Sam­kvæmt ákæru máls­ins eru menn­irn­ir sakaðir um að hafa sest í aft­ur­sæti bif­reiðar þar sem hún stóð kyrr fyr­ir fram­an Hag­kaup í Skeif­unni. Sat karl­maður­inn í öku­manns­sæti bif­reiðar­inn­ar, en kon­an í farþega­sæt­inu fram í.

Í ákær­unni seg­ir að menn­irn­ir tveir hafi lagt hníf að hálsi þeirra, kýlt þau bæði og hótað að stinga þau með sprautu­nál auk annarra líf­láts- og lík­ams­meiðing­ar­hót­ana.

Var öku­mann­in­um því næst skipað að aka bif­reiðinni að Glæsi­bæ þar sem ann­ar hinna ákærðu tók við akstr­in­um og ók að Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arðinum. Þar þvinguðu þeir mann­inn að milli­færa 780 þúsund krón­ur inn á reikn­ing yngri manns­ins sem ákærður er.

Því næst var mann­in­um sem hafði verið að keyra bif­reiðina skipað að keyra að Metro við Suður­lands­braut, en þar tóku tví­menn­ing­arn­ir iP­ho­ne-síma fólks­ins og bíllykl­ana áður en fólkið var yf­ir­gefið. Fram kem­ur í ákær­unni að kon­an hafi hlotið væg­an heila­hrist­ing.

Ákæru­valdið fer fram á að menn­irn­ir verði báðir dæmd­ir til refs­ing­ar, en auk þess fer maður­inn fram á tæp­lega 1,5 millj­ón í skaða- og miska­bæt­ur og kon­an fer fram á 700 þúsund krón­ur.

Málið hef­ur þegar verið þing­fest í Héraðsdómi Reykja­vík­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert