Andlát: Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir

Anna Theodóra skrifaði og leikstýrði meðal annars þáttaröðinni Allir litir …
Anna Theodóra skrifaði og leikstýrði meðal annars þáttaröðinni Allir litir hafsins eru kaldir. Ljósmynd/Klapptré

Kvik­mynda­gerðar­kon­an Anna Theo­dóra Rögn­valds­dótt­ir er lát­in, 69 ára að aldri. Þetta seg­ir á vef Klapp­trés.

Anna Theo­dóra skrifaði og leik­stýrði meðal ann­ars þáttaröðinni All­ir lit­ir hafs­ins eru kald­ir sem kom út árið 2005 og stutt­mynd­irn­ar Kalt borð og Hlaupa­ár á tí­unda ára­tugi síðustu ald­ar.

Um ára­bil starfaði Anna sem leik­mynda­hönnuður hjá Rík­is­út­varp­inu meðal ann­ars. Hannaði hún leik­mynd bíó­mynd­ar­inn­ar Ingaló eft­ir Ásdísi Thorodd­sen.

Þar að auki hannaði Anna plakat og kynn­ing­ar­efni Stuðmanna­mynd­ar­inn­ar kunnu; Með allt á hreinu.

Anna hannaði meðal annars plakat Með allt á hreinu.
Anna hannaði meðal ann­ars plakat Með allt á hreinu.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert