„Það hefur ekkert gerst,“ segir Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri, þegar hann er inntur eftir stöðu mála varðandi endurgerð kvikmyndar hans, Kona fer í stríð, í Hollywood. Greint var frá því síðla árs 2018 á vef kvikmyndatímaritsins Deadline að Jodie Foster myndi leikstýra, framleiða og leika í bandarískri endurgerð myndarinnar.
„Ég mun örugglega funda með henni út af þessu, núna þegar hún mætir. Við vorum á tímabili í sambandi og skrifuðumst á, einmitt um verkefnið. Það er hins vegar engu að treysta í kvikmyndagerð, ekki fyrr en kamerurnar rúlla,“ segir Benedikt.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.