Brunarannsókn hefst um leið og það er óhætt

mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Slökkvilið Múlaþings af­henti lög­reglu bruna­vett­vang á Fagra­dals­braut klukk­an sex í morg­un. Brun­a­r­ann­sókn lög­reglu mun að lík­ind­um hefjast síðar í dag þegar það þykir óhætt.

Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og Hús­næðis og mann­virkja­stofn­un koma m.a. að þeirri rann­sókn. Óvíst er hversu lengi hún var­ir.

Vett­vang­ur mun vera lokaður á meðan að sögn lög­regl­unn­ar á Aust­ur­landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert