Slökkvilið Múlaþings afhenti lögreglu brunavettvang á Fagradalsbraut klukkan sex í morgun. Brunarannsókn lögreglu mun að líkindum hefjast síðar í dag þegar það þykir óhætt.
Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Húsnæðis og mannvirkjastofnun koma m.a. að þeirri rannsókn. Óvíst er hversu lengi hún varir.
Vettvangur mun vera lokaður á meðan að sögn lögreglunnar á Austurlandi.