Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í vinnuskúr í íbúðarhverfi í Urriðaholti í kvöld. Þetta staðfestir Eyþór Leifsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Vinnuskúrinn stendur á lóð þar sem framkvæmdir eru í gangi en búið er í aðliggjandi húsum.
Að sögn Eyþórs var mikill eldsmatur inni í skúrnum en slökkvistarf gekk þó vel og var slökkviliðið fljótt að ná tökum á eldinum.