Búið að ráða niðurlögum eldsins

Eldur kom upp í Urriðaholti.
Eldur kom upp í Urriðaholti. mbl.is/Stefán Einar

Búið er að ráða niður­lög­um elds­ins sem kviknaði í vinnu­skúr í íbúðar­hverfi í Urriðaholti í kvöld. Þetta staðfest­ir Eyþór Leifs­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu.

Vinnu­skúr­inn stend­ur á lóð þar sem fram­kvæmd­ir eru í gangi en búið er í aðliggj­andi hús­um.

Að sögn Eyþórs var mik­ill elds­mat­ur inni í skúrn­um en slökkvistarf gekk þó vel og var slökkviliðið fljótt að ná tök­um á eld­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert