Faðir ríkislögreglustjóra tengdur rannsókninni

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðjón Valdi­mars­son, faðir Sig­ríðar Bjark­ar Guðjóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra, hef­ur verið nefnd­ur í sam­bandi við rann­sókn er varðar ætlaðan und­ir­bún­ing til hryðju­verka.

Stund­in greindi fyrst frá, en mbl.is hef­ur einnig heim­ild­ir fyr­ir því að málið varði föður rík­is­lög­reglu­stjóra. Málið þykir allt hið vand­ræðal­eg­asta fyr­ir rík­is­lög­reglu­stjóra og embætti henn­ar, sem neydd­ist til þess að segja sig frá rann­sókn á mál­inu, sem kynnt var sem eitt al­var­leg­asta mál sem komið hefði til kasta lög­reglu. Lög­regla taldi að þar hefði vofað yfir hryðju­verka­árás og voru bæði Alþingi og lög­regla nefnd sem mögu­leg skot­mörk.

Í gær óskaði rík­is­lög­reglu­stjóri eft­ir því við embætti rík­is­sak­sókn­ara að segja sig frá rann­sókn máls­ins er varðar ætlaðan und­ir­bún­ing til hryðju­verka. Rík­is­sak­sókn­ari féllst á beiðnina og flutti rann­sókn­ar­for­ræði máls­ins frá rík­is­lög­reglu­stjóra til embætt­is héraðssak­sókn­ara.

Ástæða þess­ar­ar beiðni voru upp­lýs­ing­ar þess efn­is að ein­stak­ling­ur, sem tengd­ur er rík­is­lög­reglu­stjóra fjöl­skyldu­bönd­um, hefði verið nefnd­ur í sam­bandi við rann­sókn lög­reglu. Frá þessu var greint á upp­lýs­inga­fundi lög­reglu fyrr í dag. 

„Rík­is­lög­reglu­stjóri sagði sig frá mál­inu um leið og þess­ar upp­lýs­ing­ar lágu fyr­ir vegna mögu­legs van­hæf­is,“ sagði Sveinn Ingi­berg Magnús­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá embætti héraðssak­sókn­ara, á fund­in­um.

Ein­stak­ling­ur­inn var ekki nefnd­ur á nafn.

Eitt stærsta vopna­safn í einka­eigu

Ekki ligg­ur fyr­ir hver tengsl Guðjóns við málið eru. Þekkt er að hann á um­fangs­mikið vopna­safn og hef­ur auk þess rekið vopna­sölu á net­inu um 15 ára skeið, eft­ir því sem næst verður kom­ist. 

Í at­huga­semd við laga­frum­varp um vopn, sprengi­efni og skotelda, sem hann sendi inn árið 2012, sagði hann skot­vopna­safnið sitt vera eitt það stærsta í einka­eigu á Íslandi. Kvaðst hann hafa fest veru­lega fjár­muni í kaup á vopn­um og taldi hann safnið vera að verðmæti um 40 millj­ón­um króna. Hann tók einnig fram að vopna­safnið væri geymt í sér­hönnuðu hús­næði og að vopn­in væru öll skráð og fyr­ir þeim leyfi lög­um sam­kvæmt.

Líkt og fram kom á blaðamanna­fundi lög­reglu fyrr í dag var stærst­ur hluti þeirra skot­vopna, sem fund­ust í aðgerðum lög­regl­unn­ar á fimmtu­dag fyr­ir viku, verk­smiðju­fram­leidd­ar byss­ur og voru jafn­framt lög­lega skráðar. Ekk­ert var uppi látið um á hvern eða hverja byss­urn­ar hefðu verið skráðar.

Heim­ild­ir mbl.is herma að skot­vopna­eign Guðjóns hafi lengi legið fyr­ir, en ekk­ert hef­ur þótt benda til ann­ars en að allt væri það sam­kvæmt lög­um og regl­um, líkt og hann nefndi í at­huga­semd­inni. Hins veg­ar hafi fjöldi skot­vopna í hans eigu valdið áhyggj­um, en byss­ur í fór­um hans eru sagðar skipta hundruðum.

Umræða um skot­vopna­eign í land­inu vaknaði í kjöl­far hinn­ar hörmu­legu skotárás­ar á Blönduósi í liðnum mánuði. Þá kom fram að til stæði að breyta vopna­lög­gjöf­inni, þar á meðal hvað áhrærði vopna­safn­ara. Þeir væru ekki marg­ir mjög stór­tæk­ir, en heim­ild­armaður blaðsins gat þess m.a., að sú staðreynd að faðir rík­is­lög­reglu­stjóra væri þar efst­ur á blaði hefði ekki ein­faldað málið.

Sig­ríður Björk gaf ekki kost á viðtali þegar eft­ir því var leitað í dag. Þá hef­ur held­ur ekki náðst í Guðjón.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert