Fulltrúar Skíðasambands Íslands gengu út af tækninefndarfundi Alþjóðaskíðasambandsins FIS í dag.
Fundurinn fór fram í Zurich í Sviss, en fulltrúar frá Noregi og Danmörku gerðu slíkt hið sama.
Í bréfi sem Skíðasambandið sendi FIS, og mbl.is hefur undir höndum, segir að ástæðan sé sú að fulltrúum frá Rússlandi hafi verið leyft að mæta og taka þátt í fundinum.