Fulltrúar Skíðasambands Íslands gengu út af fundi

Fundurinn fór fram í Zurich í Sviss. Mynd úr safni.
Fundurinn fór fram í Zurich í Sviss. Mynd úr safni. AFP/Vladimir Simicek

Full­trú­ar Skíðasam­bands Íslands gengu út af tækn­i­nefnd­ar­fundi Alþjóðaskíðasam­bands­ins FIS í dag.

Fund­ur­inn fór fram í Zurich í Sviss, en full­trú­ar frá Nor­egi og Dan­mörku gerðu slíkt hið sama.

Í bréfi sem Skíðasam­bandið sendi FIS, og mbl.is hef­ur und­ir hönd­um, seg­ir að ástæðan sé sú að full­trú­um frá Rússlandi hafi verið leyft að mæta og taka þátt í fund­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert