Gætu krafist lengra gæsluvarðhalds

Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. mbl.is/Golli

Lög­regl­an ætl­ar að at­huga hversu langt hún kemst með rann­sókn á meint­um und­ir­bún­ingi á hryðju­verk­um hér á landi áður en hún ger­ir kröfu um áfram­hald á gæslu­v­arðhaldi yfir mönn­un­um tveim­ur sem eru í haldi, eða öðrum þeirra.

Þetta sagði Grím­ur Gríms­son yf­ir­lög­regluþjónn á upp­lýs­inga­fundi í dag, spurður hvers vegna aðeins var óskað eft­ir viku gæslu­v­arðhaldi yfir öðrum mann­anna.

Ann­ar mann­anna var í síðustu viku úr­sk­urðaður í tveggja vikna gæslu­v­arðhald og viku­langt gæslu­v­arðhald yfir hinum var fram­lengt í dag þangað til 6. októ­ber næst­kom­andi.

Spurður hvort al­menn­ing­ur þurfi að hafa áhyggj­ur af hættu á göt­um úti af fram­leng­ing á gæslu­v­arðhald fæst ekki samþykkt í næstu viku sagði Grím­ur of snemmt að fara út í þá sálma.  „Við erum að rann­saka, eins og við höf­um orðað það ætlaðan und­ir­bún­ing að hryðju­verki, þannig að við þyrft­um að skoða sér­stak­lega hvort það þyrfti að meta þá hættu,“ sagði hann.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert