Hafa enn ekki fengið farangurinn sinn

Þotur Icelandair
Þotur Icelandair mbl.is/Árni Sæberg

Farþegi, sem var um borð í Icelanda­ir-vél­inni sem kór­esk farþega­flug­vél keyrði á í gær­kvöldi á Heathrow-flug­vell­in­um í Lund­ún­um, kveðst ekki enn hafa fengið far­ang­ur­inn sinn eft­ir at­vikið. Tösk­urn­ar séu þó að öll­um lík­ind­um á leiðinni þar sem Icelanda­ir hafi fengið leyfi fyrr í dag til þess að sækja þær.

Óhappið í gær varð á meðan ís­lenska flug­vél­in var kyrr­stæð og var að bíða eft­ir því að geta tengst hliði. Hin flug­vél­in, sem var á ak­braut, ók þá fram­ hjá með þess­um af­leiðing­um.

Guðni Sig­urðsson, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að at­vikið yrði rann­sakað af breskri rann­sókn­ar­nefnd og að lög­regl­an hefði tekið vél­ina og allt sem í henni var í sína vörslu.

„Ekk­ert rosa­lega hræðilegt“

Erna Sól­veig Sverr­is­dótt­ir, farþeg­inn sem um ræðir, er í skóla­ferð ásamt 50 öðrum nem­end­um á veg­um Verzl­un­ar­skóla Íslands í Englandi. Aðspurð kveðst Erna ekki hafa orðið fyr­ir mikl­um óþæg­ind­um sök­um þess að far­ang­ur­inn vantaði. „Það er allt í góðu. Við gerðum bara það besta úr þessu.“

Hún ger­ir ráð fyr­ir að far­ang­ur­inn skili sér fljót­lega en kvaðst þó ekki hafa fengið neina ná­kvæma tíma­setn­ingu. Þá seg­ir hún at­vikið ekki hafa sett svart­an blett á skóla­ferðina.

„Þetta var ekk­ert rosa­lega hræðilegt. Við viss­um ekki að þetta væri svona al­var­legt fyrr en við sáum að við fengj­um ekki tösk­urn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert